Sumar og sól
24.4.2007 | 21:29
Það er búin að vera bongóblíða hjá mér, ja svona seinnipartinn. Það var reyndar þoka í morgun.
Ég notaði tækifærið og landvarðaðist aðeins og leit á frekar spennandi útsýnispall við einn hverinn við Námafjall í dag.
Það er merkilegt hvað nokkrir mánuðir af snjó og kulda getur hreinsað upp eftir átroðning sumarsins en staðurinn er nánast eins og nýr. Fann samt eitt vafasamt fótspor.
Eitt af því sem ég fann var hverahrúður með alveg ógurlega bláum og grænum lit. Tók mynd en hún nær litnum ekki alveg.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Athugasemdir
Já, hverasvæðin eru alltaf fallegust á vorin.
Hvenær fara svo landverðir sumarsins að tínast í sveitina?
Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 21:13
Fyrsti landvörður birtist 1. júní, eftir 5 örstuttar vikur
Elva Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.