Vinnublogg
2.6.2007 | 14:56
Já, ég er í vinnunni. Alveg svakaleg fyrirmynd og allt það.
Fór í sprengferð suður í gær. Á fund eins og fín manneskja! Skyldi fyrsta starfsmann sumarins einan eftir hjá Þorgeiri, fyrsta vinnudag sumarsins.
Það skeði mikið og margt á fundinum eins og æskilegt er á slíkum samkundum. Eitt af því sem kom fram var hvað sniðugt veðurbloggið hans Einars Sveinbjörnssonar væri fyrir Veðurstofuna. Þegar ég var að berjast við koddann í nótt (svo fj... heitt!!) fór ég að spá hvernig samsvarandi blogg væri frá einhverjum starfsmanni UST. Það væri reyndar af mörgu af taka; pælingar um hvernig yfirvöld í Nikaragúa tækju á þjóðgarðsmálum þar, afhverju þetta eða hitt E efnið væri bannað hér en ekki í Danmörku eða farið yfir hreindýralotto á austurlandi. Þetta mætti allt hengja á fréttir á mbl eða vísi.
Gallinn við slíkt blogg (eða fréttasíðu) væri sá að oft á tíðum þyrfti ansi sterkan penna til að gera greinarnar áhugverða fyrir aðra en matvælafræðinga, landverði eða veiðimenn.
Annars er yndislega heitt. Mætti samt vera minni ský og meiri sól og betra tækifæri til að vera úti í staðinn fyrir að vera hérna inni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.