Pæluvargur

Sumarið er svo sannarlega komið við Mývatn!

Það hefur verið þvílíkt heitt og gott veður seinustu daga og vatnið hefur þvílíkt staðið undir nafni. Í fyrra var víst frekar slæmt fluguár (eða gott eftir því hvernig litið er á það) en núna virðist stefna í gott fluguár. Þetta sést á því að það komu hjólför á veginn þegar Þorgeir fór að ljósmynda í morgun. Líka virðist vera að kvikna í jörðinni á vinsælustu flugustöðunum því að strókarnir líkjast helst reyk eða sandfoki. Og þar sem þetta er víst stóra toppfluga sem er svo mikið af, þá heyrist stanslaust suð hvar sem maður er.

Við svona aðstæður kemur sérstæði sveitunga minna vel í ljós. Amk þegar kemur að orðfærinu. Pæluvargur og vargskýla voru orð sem ég kunni ekki fyrir ári. Og ofurfleirtala á orðinu fluga var mér líka ókunn þá; ein fluga, margar flugur, ógeðslega mikil fluga.

En alltaf lærir maður eitthvað nýtt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Vargskýla er flott orð yfir flugnanet.  Næst þegar ég fer í Veiðivötnin þá ætla ég að taka með vargskýluna mína.

Ólafur H Einarsson, 6.6.2007 kl. 20:47

2 identicon

hæbbs!

Vonandi étur vargurinn þig ekki upp til agna nafna mín. Ég bið annars bara kærlega að heilsa í fallegu sveitina mína :)

 ps. Er Þorgeir búinn að finna starfskraft í uppló?

Elva Down Under (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Sæll Ólafur, ég er sammála þér. Vargskýla er mjög lýsandi orð fyrir svona flugnanet og afskaplega þarflegur hlutur þegar farið er á staði eins og Veiðivötn

Elva, Þorgeir er að egna fyrir eina frænku þína en ekki er gott að vita hvernig fer.

Elva Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 10:36

4 identicon

Nú já. Vonandi lætur hún segjast :)  Hver er það annars?

Elva Down Under (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband