Þegar kona grætur fyrir tvo...
24.8.2007 | 11:32
verður kona svolítið soggi.
Amk er það mín reynsla því að þrátt fyrir allar tilraunir Jorrit til að halda uppi móralnum í Leifstöð áðan var ekki nokkur leið fyrir mig að hemja krókódílatárin.
En alla vega er Hollendingurinn minn á leiðinni í Brandararíkin til að verða hinn fljúgandi.
Ég lagði til í gær að við myndum bara fara niður í bæ og finna einhver hávaxinn útlending og fá hann til að fara í staðinn fyrir Jorrit. Einhvern veginn hélt Jorrit að það væri óráð. Skil varla af hverju.
En ég var bara í afskaplega eigingjörnu skapi í gærkvöldi og morgun.
Ekki það að við héldum upp á aðskilnaðinn með því að fara á Argentínu og eyða 20 þúsund króna gjafabréfinu sem ég vann á árshátíðinni í vetur. Og fjórum þúsundum krónum betur! En þetta var alveg þess virði! Nammi namm! Og eitthvað annað um að hugsa en morgundaginn! Eini gallinn voru miðaldra rússarnir þrír sem nutu kvöldsins með þremur afskaplega myndalegum og ungum stúlkum á borði hinum megin í salnum. Þeir nutu kvöldsins svo afskaplega hátt svo við ákváðum bara að hugsa illa til þeirra og tala á rasískann hátt um rússa. Það hjálpaði helling.
Gistihúsið Sunna stóð líka undir væntingum! Mun þekkilegra en gistiholan í vetur. Og svo græddi ég enn einu sinni á því að hafa Írisi í vinnu. Eins og það sé ekki næg verðlaun að hafa notið starfskrafta hennar í sumar. Það sparaði mér um 3 þús kr að velja Sunnu þar sem Íris vann seinasta vetur. Verð að muna að skila kveðju til hennar á morgun.
Svo þegar ég upptekin við flóðavarnir á leiðinni frá Leifstöð var mér tjáð að ég þekkti konu í fréttunum. Ég hef bara ekki alveg orku í að takast á við það mál núna en örugglega á morgun.
En hafðu ekki áhyggju Álfhildur, það er vandséð hvaða gleðifregnir hefðu haft önnur áhrif. Það dugir nú bara fyrir mig að missa einbeitinguna til að fara leka.
Enda er ég gráta fyrir tvo, það tekur á!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það hefði meira að segja verið hægt að redda bara hávöxnum íslending til að fara í skólann úti, ég meina við erum öll europeans fyrir bandaríkjamönnum. (mér dettur strax í hug einn ákveðinn maður, sem er hávaxinn, kann að fljúga og á held ég lítið eftir að vera saknað af okkur...)
Annars verð ég að viðurkenna að ég skil ekki almennilega endirinn á þessu, fletti fram og aftur á mbl.is og visir.is án þess að ná að tengja neitt. Ætli ég verði ekki bara að bíða með að svala forvitninni þangað til ég fæ mér síma sem ég tími að hringja í...
Edda Rós (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 07:33
Ég skal senda þér póst, Edda, með nánari útskýringum.
Elva Guðmundsdóttir, 26.8.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.