Sauðfé, ofursyfja og regnbogar

*Snýt*

Jæja, nú er ég heldur að hressast. Verð örugglega orðin fín á morgun ef ég næ þokkalegum svefni í nótt. Ja, svona innan eðlilegra marka. Vikna samt aðeins þegar ég horfi á allt dótið heima hjá mér en það er kannski bara sjálfsvorkun yfir að þurfa að laga til.Wink

Það hefur ekki verið mikið um slíkt seinustu þónokkra daga. Kórónaði allt með því að fara stuttlega í partý á Hvalasafninu, koma heim kl hálf 1 og hringja svo vestur um haf (það hafði verið reynt að hringja í mig á guðlegri tíma en ekki tekist vegna orkuskorts hjá Sony). Fór að sofa kannski kl hálf tvö.

Það voru réttir í Mývó í dag. Í gær var fjárrekstur í gegnum þorpið. Túristarnir flæktust svo fyrir með myndavélarnar sínar að féð komst varla áfram. Smá Twoflower action þar á ferð. Allir að reyna ná mynd af sætum eyjarskeggjum á sætum smáhestunum sínum að reka sæta féð sitt í gegnum sæta bæjinn sinn. fjárrekstur25.08.07 008

Það ringdi líka í sólinni í dag. Svona blaut rigning sagði Íris og ég er sammála henni. Svona rigning með stórum þungum regndropum er bara einhvern vegin blautari en venjulega týpan.

Og það kom regnbogi! Tvöfaldur og afskaplega laglegur.Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband