Jamm og jæja
30.8.2007 | 17:06
Tíminn silast áfram hérna í hæstu byggð Íslands. Greynilega að hausta því að túrhestarnir halda sig annarsstaðar og í dag var seinasti vinnudagur landvarðanna Kalla og Írisar. Sem sagt á morgun verðum við Þorgeir ein eftir.
Sjálfboðaliðarnir sem hafa drullumallast upp á Leirhnjúk síðan á mánudag fara líka á morgun.
En nóg um vinnuna.
Ég hef fjárfest í Dellu 2 eða Dellu yngri eða Blástakk eða (fleiri nafngiftir?) Hún kemur vonandi fyrir helgi en kannski ekki fyrr en á mánudaginn. Þorgeir þekkti mann svo ég fékk græjuna á hagstæðu verði. Mér hlakkar geðveikt til því að þá get ég loksins blaðrað almennilega við Jorrit. Ég fæ bara krampa í veskið við að hugsa til símareikninga okkar skötuhjúa þennan mánuðinn.
Ég bakaði líka í gær. Massarínu með appelsínukremi og kryddköku. Var næstum því búin að lifta káinu á meðan hrærivélin var í gangi en sá að í tíma. Ekki það að það hefði sést munur á eldhúsinu.
Athugasemdir
Hæ, til hamingju með Delluna nýju. Ég er búin að lesa emailið frá þér og kanna málið allt, skoða síður og fletta upp á barnalandi. Smekkleg vinan, eða hitt þó heldur...
Eruð þið mæðgin komin með einhverjar dagsetningar um það hvenær þið komið?
Edda Rós (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:47
Nei ekki ennþá en ég fer að ganga almennilega í málið um helgina (sunnudag) eða á mánudag.
Og já, það er alltaf gaman að lesa um hvað maður sé mikið fól. En ég þekki nú aðeins manninn hennar og veit hvernig hann lítur á heiminn. Þegar kona hefur slíka fréttaveitu er kannski ekki von á góðu
Elva Guðmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.