Ímyndarvandi Elvu

Ég á við ímyndarvanda að stríða.

Hann felst í því að tölvan mín nær ekki að ná sambandi við vefmyndavélar annara tölva. Sem þýddi til skamms tíma að þó minn heittelskaði gæti séð mig í rósrauðum bjarma í gegnum veraldarvefinn gat ég ekki séð hann.

Lengi vel héldum við að vandinn lægi hans megin. Þegar það kom í ljós að engin vandamál virtust vera fyrir aðra að virða andlit hans beindist grunur að Blánni.

Þannig að Bláin fór með mér í vinnuna í dag. Eftir hellings vesen með tæki og hugbúnað tókst mér að prófa hvort vinnutölvan gæti sýnt vangasvip á mér í gegnum MSN á meðan Bláin gæti sýnt andlit mitt að framan.

Það gekk að sjálfsögðu ekki!Pinch

Jorrit kom online og staðfesti að hann gæti, eftir sem áður, horft á mig pirrast.

Svo datt mér annað í hug. Prófa Skype!

Jú, í gegnum Skype gat ég loksins tékkað á því hvort Jorrit rakaði sig reglulega og allt það. Mikil gleði og mikið gaman!InLove

En að sjálfsögðu gat Jorrit ekki séð mig á Skype.

Þannig að við spjölluðum stuttlega í gegnum Skype, með vefmyndavélina hans í gangi þar, og svo í gegnum MSN með vefmyndavélina mína í gangi þar.

Erum við ekki sniðug?Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband