Föstudagur
2.11.2007 | 16:09
Núna hefur hlýnað til muna og engin snjókoma, bara slabb.
En veðrið er samt indælt
Ég vona bara að það bráðni nægilega af vegunum svo að Pony geti skautað með okkur mæðginin á Eyrina á morgun eða hinn.
Það sem má teljast óvenjulegt með þessa viku er að núna, þegar það er föstudagur og allt ,er heimilið mitt ekki í rúst. Eldhúsið bara nokkuð snyrtilegt og engir fjallháir staflar af DVD á stofuborðinu.
Það var allavega þannig þegar ég fór út í morgun. Vonandi hefur drengurinn ekki misst sig í bakstur eða eitthvað, svona í tilefni þess að ég var að nefna þetta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.