Fyrsta jólalagið og gamlar minningar

Það hefur nánast skapað hefð fyrir því að ég tjái mig um fyrsta jólalagið sem ég heyri í desember. Þar sem ég hef ekki ennþá heyrt  "uppáhalds" jólalagið verð ég eiginlega að halda upp á það.

Fyrsta jólalagið þetta árið var umsnúningur á lagi sem ég held að heiti "You lost that loving feeling" á frummálinu. Þetta lag er sungið af ofurkarlmannlegri röddu og fjallar um andlegt öngstræti manns sem hefur misst ást sinnar heittelskuðu. Íslenska útgáfan er ekki nærri eins sjarmerandi en sú upprunalega en ég fæ samt nettan unaðshroll við að heyra það.

Frumútgáfan var nefnilega á spólu sem pabbi keypti á Bjargi (Mýv) snemma á níunda áratugnum. Við vorum á leið til Eiða og hugmyndin var að kaupa smá tónlist til að lina þjáningar fjölskyldunnar næstu klukkutímana.

Pabbi keypti 2 spólur. Þessa, "The best of the 60's" eða eitthvað og svo einhverja safnspólu með ýmsum nýjum smellum á borð við "Tími til að tengja" með Skriðjöklum og "Touch Me" með Samantha Fox.

Og svo brunuðum við af stað í sólinni og hitanum. Bráðum varð skyggnið afturí nánast ekkert og góðir frasar ein og "Þetta er Hrossaborg" og "Valdís þarf að æla" heyrðust. En þessi fjárfesting hafði gríðarleg áhrif á bílferðir næstu ár (örugglega svona 10 ár, ótrúleg ending í þessum spólum) og tónlistarupplifun okkar systra.

En alla vega...

gleðilegan desember! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hafi verið æðislegt að sjá mig á þessum ferðalögum, pínulitla syngjandi "töts mí töts mí, Æ wanna fíl jor boddý..." sem var annað uppáhaldslagið mitt (hitt var við skulum ríða, enn sú blíða, framhjá (einhverju))

Edda 

Edda Rós (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:13

2 identicon

Já, ég man eftir þessum spólum og "ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn" var á íslensku spólunni. Spólan hét örugglega "Þetta er náttúrulega bilun" og var með frekar fyndinni mynd á hulstrinu.

Valdís (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:30

3 identicon

Þetta hefur greinilega verið góð fjárfesting. Ótrúlegt hveð situr eftir í minningunni þegar allt hið innihaldslausa og ómerkilega hefur verið síað frá.

Pabbinn

Pabbi (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:13

4 identicon

Ég fann lagið! Auðvitað var það Baggalútur!

http://www.baggalutur.is/jol/2007.php 

Valdís (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, ég heyrði lagið aftur í dag og þóttist kannast við kveðskapinn! Og aftur ná þeir að fanga jólaandann, piltarnir.

Elva Guðmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband