Einn enn fiskurinn?
6.12.2007 | 20:35
En laglegur HÖFRUNGUR þarna á ferð. Mér sýndist þetta vera blettahníðir enda er það nú nokkuð öruggt gisk þegar kemur að höfrungum við Íslandsstrendur.
Ég er bara að pæla: Hefði það verið of mikil fyrirhöfn að ráðfæra sig við sér vitrara fólk áður en fréttamaðurinn hennti fréttinni á vefinn? Þetta er nú ekki svo erfið tegundagreining. Hvalurinn kemur upp svona 20 sinnum í myndbandinu!
Kannski var bara ekki neinn hvalasérfræðingur, hvalaskoðari eða hvalveiðimaður við hendina?
Ja, nema fréttamaðurinn sé af eldgamla skólanum því að í gamla daga voru öll þessi smáhveli kölluð hnísur? Það má alltaf vona.
Sjaldséður gestur að hnýsast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.