Prófum þetta

Ég er búin velta því mikið fyrir mér að skipta um bloggsíðu. Ætla að sjá hvernig mér og ykkur líkar.

Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að einhver skeggjaður, riðvaxinn maður pissaði fyrir framan gluggann hjá mér áðan. Ég meina: ég er kannski desperat en ekki svona desperat! Vil nú fá að segja til hvort ég vilji fá að sjá lillann á mönnum áður en þeir kippa honum út fyrir framan mig. Og þó þeir séu hinum megin við rúðuna. Ég veit líka að það er stundum vandamál meða að komast á klóið hér í sveit en það voru nú 3 laus hjá mér akkúrat þegar þetta skeði.

Villimaður!!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að þú fílir þetta ekki bara í botn! Kannski er þetta partur af einhverjum mökunar-ritúal þarna í Mývatnssveit? Það er aldrei að vita með þessa Mývetninga...

Valdís (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 17:34

2 identicon

hehe já líklega eitthvað til í þessu hjá Valdísi, það þrífast allskonar desperat mökunarritúöl í afskekktum byggðum, Elva hefur nú lent í ýmsu *tísttísttíst*

Álfhildur (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 18:45

3 identicon

blog.is er góð síða, mér líst vel á :D

Ragna (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 19:08

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Þetta var ekki local maður. Það er ég viss um. Þeir vita nefnilega allir hvar skrifstofan mín er.

Og þeir af Mývetningum sem hafa haft í frammi einhver mökunar-ritúöl við mig hafa alveg haldið sig við hin hefðbundnu venjur sem hafa skapast á Frónni í gegnum aldirnar. Sem sagt að drekka sig fulla og segja svo af sér raupsögur. Ég hef undan engu að kvarta í þeim efnum. Það er frekar þeir sem gætu haft ástæðu til þess, þar sem árangurinn hefur verið frekar lítill hjá þeim (amk enn sem komið er) ;)

Elva Guðmundsdóttir, 24.10.2006 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband