Snjór, snjór, snjór

Jamm, það snjóaði almennilega í dag. Ekki svona smá reitingur sem hefur verið að koma seinustu daga. Nú þarf bara að koma vindur til að hlutirnir verði spennandi. Nei annars, Mývatnssveit er falleg eins og alltaf og ég vona að það komi enginn vindur.

Ég fór og labbaði í Dimmuborgum í dag. Þurfti að taka mynd af prílu. Á leiðinni sá ég músaspor. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á að þetta væru spor eftir stærstu hagamúsartegund heims. Slóðin líktist einna helst að hún væri eftir einfætta rjúpu. Það er nefnilega erfitt að vera mús í 10 cm jafnfallinni mjöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vonandi helst þetta, sunnanlands fauk sá snjór sem kom í síðustu viku og var ekkert mikið eftir núna um helgina. Við vonum bara það besta ;)

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 21:21

2 identicon

Hmm, kannski var þetta bara einfætt rjúpa...

Edda Rós (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 13:31

3 identicon

Gæti líka verið.... heyrt einhverjar sögur af rjúpnaskyttum sem eru ekkert rosalega góðar að miða þarna uppfrá ;)?

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 14:25

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, það gæti náttúrulega verið að þetta hafi verið rjúpa nema í þar sem músin gafst upp á hoppinu og gróf sér göng í snjóinn. Annars hefur verið smá villta vesturs fílingur hérna uppfrá. Þó meira eins og í Lukku Láka bókinni þar sem einhver setti niður gaddavírsgirðingu með víðtækum afleiðingum ;)

Elva Guðmundsdóttir, 26.10.2006 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband