Vimeslegt
7.4.2008 | 19:11
Ég hef verið að lesa í gegnum "Löggubækurnar" úr Diskworld seríunni þannig að það er kannski eðlilegt að hugurinn sé fljótur að tengja þegar kemur að uppátækjum lögreglunnar í raunheimum. Það að taka þennan hættulega kyndil, sem fólk er að æsa sig yfir, og slökkva í honum væri mjög Vimeslegt. Þá væri vandamálið úr sögunni og friðurinn tryggður í bili en það er nú helsti tilgangur allra löggæslumanna; að halda friðinn (to keep the peace). Hann hefði reyndar líklega handtekið allt liðið fyrir einhverskonar þjófnað. Því allir glæpir eru í raun þjófnaðir, það er bara mismunandi hverju sé stolið.
Svo er nú alger spurning hvað franska löggan geri næst því eitthvað er ég viss á að friðurinn hafi ekki haldist lengi. Ef þetta væri bók um Vimes væri næsta skref að handtaka Kína fyrir þjófnað... á landi. Hann náði nú einu sinni að handtaka heilan hervöll (m.a. fyrir samsæri um að valda öðru fólki líkamsmeiðingum og dauða og vera vopnaðir á almannafæri ) en þá komu pólitíkusarnir og eyðilögðu allt. Eitthvað vesen með pappíra og viðskiptahagsmuni.
Sem virðist vera málið í raunheimum.
Slökkt á ólympíueldi í París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.