Frost og funi

c_elvag_my_documents_my_pictures_gongumyndir_hli_arhei_i19_7_2006_hli_arfjall30_10_06.jpg

Titillinn kemur innihaldinu lítið við en hann er bara svo flottur.

Ja, ok. Það er amk frost í Mýv. Alveg þannig að það frýs í nefinu á manni þegar labbað er frá og til vinnu. Og það er bjart (eða stjörnubjart akkúrat núna) og nánast logn. Sem sagt alveg yndislegt.

En þetta með funann... Æji ég vildi að ég gæti spæsað upp umræðuefnið hjá ykkur, lesendur góðir en nei... funinn er bara í jörðu niðri þessa stundina.

Það var spil um helgina. Stuttlungarnir fóru kynntu sér Starmantle og nágrenni. Ég var einmitt að lesa dagbækur tveggja þeirra og datt nánast af stólnum við lesninguna. Nú þarf ég bara að gera mitt og meta dugnað þeirra í stigum.

Fór upp að Hlíðarfjalli í gær. Hefði verið mun, mun, betri gönguferð ef ég hefði átt svona legghlífar eins og við systurnar (-Valdís) skoðuðum um daginn. Þetta hugsaði ég í hvert einasta skipti sem ég steig í gegnum hjarnið upp fyrir skó. Það skeði svona 1000 sinnum! Urr. En ég náði einni góðri mynd:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að svona hlífar séu alveg málið! ;)
Verður fróðlegt að sjá hvert matið verður... gæti trúað að XP per klst, verði í lægra lagi þetta kvöldið þó það hafi verið ágætlega gaman.

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 21:04

2 identicon

Ég held að svona hlífar séu alveg málið! ;)
Verður fróðlegt að sjá hvert matið verður... gæti trúað að XP per klst, verði í lægra lagi þetta kvöldið þó það hafi verið ágætlega gaman.

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 21:15

3 identicon

Ok.. hér er eitthvað skrítið í gangi... ég fékk engan staðfestingarpóst en browserinn hékk bara og allt kom inn tvöfalt.. *hikk*

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband