Elgir

Ég er með strengi í maganum.

Ástæðan er sú að við horfðum á Monty Python's Holy Grail í gærkvöldi í staðinn fyrir hina hefðbundnu laugadagsdagskrá.

Ómy god! Það er svo langt síðan að ég horfði á myndina að ég var algerlega búin að gleyma elgunum í byrjuninni! Og ég varaði mig ekkert á því þegar Edda talaði um að hafa stoppað myndina í kynningu seinasta þegar hún horfði á hana, vegna hláturverkja.

Ég hélt í alvörunni að það myndi líða yfir mig af súrefnisskorti ég hló svo mikið. En hvað er svona fyndið við sænska elgi? Ekki gott að segja. Ég er bara fegin að þau dýr sem bíta helst heima hjá mér eru flugur en ekki 500 kg klaufdýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta eru tignarleg dýr og Svíar skjóta þá... Hringjum í Greenpeace.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 16:49

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Uss, ég er viss um að Greenpeace veit alveg um þessi elgsmorð en má bara ekki vera að því að sinna þeim vegna óþekktarkastanna í Íslendingum. (Fyrir utan að ef þeir bíta svona...)

Elva Guðmundsdóttir, 6.11.2006 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband