Skemmtileg tilviljun
6.11.2006 | 21:02
Það sannast enn og einu sinni að "greate mind think alike". Svo virðist vera að Valdís og ég höfum ákveðið að velja sömu vél suður á fimmtudaginn. Þetta er náttúrulega alveg ferlega ánægjulegt.
Annars slepptum við Magni kvöldmatnum núna áðan og bökuðum í staðinn köku. Magni fékk að ráða svo að það var bökuð brún rúlluterta með hvítu kremi (svona 5 millj hitaeiningar) og einhvern vegin vorum við ekki neitt svöng eftir baksturinn. Hvernig sem stendur á því?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 8.11.2006 kl. 09:15 | Facebook
Athugasemdir
oh ég fæ illt í augun á að lesa þessa setningu.... it's suposed to be great minds think alike... hehe
Ragna Þorsteinsdóttir, 6.11.2006 kl. 23:03
Já, ég skil þig. Ég á í vandræðum með þetta fjárans orð. Ég skal ævinlega skrifa það einhvern veginn vitlaust.
Elva Guðmundsdóttir, 8.11.2006 kl. 09:14
Mér finnst þetta koma úr hörðustu átt! Manneskja sem nauðgar sínu eigin móðurmáli að staðaldri á sínu eigin bloggi, gagnrýnir örlitla stafsetningarvillu á útlensku orði hjá öðrum.
Valdís (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 10:54
iss ég er líka bara 18 ára, ég má gera svona villur (þær eru líka mjög oft gerðar viljandi ) :D ég er líka algjörlega blind á mínar eigin villur, sé þær ekki fyrr en ég les textan aftur
Ragna (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.