Kona veiðimannsins

Úff, hvað ég er þreytt í dag. Samt var mitt hlutverk í gær eiginlega að vera sæt og segja já á réttri stundu. Það voru hinir sem þræluðu og veseniðust í kringum mig á meðan ég beið eftir að eyelinerinn þornaði.

Merkilegt nokk var barasta fínt veður í gær, sól og hlýtt. Sem var afskaplega heppilegt fyrir mig þar sem það fer ekki saman að vera sæt og vera í hlýjum fötum.

Athöfnin hjá Sýslumanni var afskaplega fín og indæl. Ég vissi ekki hve miklum hátíðleika mætti búast við. Kannski myndi fulltrúinn horfa á okkur undrunar augum og spurja af hverju við værum svona fínt klædd? En þetta var bara alveg ágætt. Magni var settur sérlegur hringaberi og leysti þá ábyrgð með sóma, enda með reyslu.

Svo var haldið í myndatöku vítt og breytt um Húsavík. Fyrsta stopp var við stífluna í Búðaránni. Besta myndin þar náðist þegar Magna tókst næstum að ýta Jorrit í ánna. Eftir það var haldið út á bryggju þar sem fýlarnir reyndu að sannfæra okkur um að þeir ættu alveg skilið brauð. Svo var það garðurinn við Safnahúsið og svo inn á stofu.

Við sluppum ekki út fyrr en rúmlega 7 (eftir 2 og hálfan tíma) og ekki mínútu of snemma að mati Magna.

Matarboðið tókst afskaplega vel. Maturinn var afskaplega góður og félagskapurinn ekki síðri. Auðvitað var dönsku fjölskyldunnar sárt saknað en Edda náði samt að skála með okkur í gegnum síma.

Við fengum góðar gjafir sem eiga eftir að koma sér vel og margar yndislegar kveðjur sem ég þakka fyrir.

Ég hef ekki náð að verða mér út um myndir en það eru nokkrar góðar á síðunni hans pabba 

 Erum við ekki sæt? Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hópmyndin er óendanlega fyndin...

Edda Rós (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 08:48

2 identicon

Var að skoða myndirnar af ykkur hjónakornum á síðunni hjá pabba þínum. Þú ert eins og fegurðardrottning, og eiginmaðurinn auðvitað fínn líka. Það hefði verið gaman að sjá gömlu myndirnar af okkur, í minningunni erum við auðvitað laaaaaang flottastar En ég verð eitthvað á norðurlandinu í sumarfríinu og hlakka mikið til að hitta á þig.

Bestu kveðjur

Gunna (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:11

3 identicon

Til hamingju aftur!

Það var mikið gaman að skoða myndirnar á síðu pabba þíns. Þið eruð stórglæsileg hjón. Vonandi eigið þið ánægjulega hveitibrauðsdaga. Bestu kveðjur.

Elva Á (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:27

4 identicon

Innilega til hamingju :)

Ég frétti í gegnum samstarfsfólk mitt á Sunnu að þið hefðuð verið þar um daginn, leiðinlegt að missa af ykkur.

Kveðja, Íris 

Íris fyrrverandi landvarða (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Það var bara Jorrit með múttu á leiðinni úr landi...

Annars takk fyrir og vertu viss um að við eigum eftir að láta sjá okkur á Sunnu einn daginn

Elva Guðmundsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband