Stig 2

Núna erum við búin að koma sér út úr húsi.

Og bílskúrinn hjá M&P er orðinn fullur af þessum 60 og eitthvað kössum og meððí sem við eigum.

 Og það er nú meira rykið sem hefur safnast bak við húsgögnin. Eins og ég er nú dugleg húsmóðir!!

Seinast þegar ég flutti voru það um 2 stórir svartir sem fóru í ruslið. Núna voru það 8 eða 9. Ég hélt að húsið væri ekki nægilega stórt til að innhalda allt þetta rusl.

En allavega er allt hreint og hendurnar á mér eru orðnar eins og á gömlum bónda. Ekki en heil nögl og rétt nóg naglalakkið á nöglunum rétt nægilegt til að þekja svona 3 neglur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að maður sé duglegri að henda þegar maður er að flytja á milli landa en innanlands, eins held ég að maður sé duglegri að henda þegar maður flytur á milli sveitafélaga heldur en þegar maður flytur bara innan sveitarfélags.

Edda Rós (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 08:57

2 identicon

Ef það er einhver hughreisting, þá hjálpaði ég henni Tengdó að flytja í fyrra. Hún er þrifaóð, fékk einu sinni eina þekkta tilfelli moppuolnboga sem vitað er til, og hjá henni voru líka höfuðstórar hrúgur af ryki á bak við húsgögnin.

Valdís (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 13:03

3 identicon

en hurru, þú þekkir mig, ekki satt? Hérna er moppað undan sófanum og rúmum á hámark 2 mánaða fresti! taktu eftir því! En við erum ekki að færa skápa og hillur. Hitt er eiginlega bara nauðsynlegt því hérna í danaveldi eru rykkanínurnar mun kynóðari en þessar íslensku, ég hef bara aldrei séð ryk safnast jafn hratt fyrir og hérna. Svo hjálpar ekki til að dýrin hans Hrafnkels vilja oftar en ekki taka þátt í þessu kynsvalli og lauma sér undir fyrrgreind húsgögn.

Edda Rós (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ah, það er gott að vita af rykinu hjá mömmu hans Tryggva. Ef svoleiðis finnst hjá henni þá er það örugglega allsstaðar. Ég sé að það er eitt enn sem verður spennandi að kynnast vestur í hreppum. Hvernig ætli rykkanínurnar hagi sér þar? Jorrit fann þessa síðu handa mér: http://www.dustbunnies.com/dust_bunny_facts.htm Miðað við hana á ég von á góðu

Í sambandi við naglalakkið þá var þetta restar af naglalakkinu sem fór á 17. maí. Þokkaleg ending þar en ákaflega sérstakt fyrir mig að vera með svona fínirí síðan ég gerðist ranger. Nú þegar ég er húsmóðir hef ég tekið upp aðra og kvennlegri siði. En innra borðið á höndunum á mér er hins vegar minna dömulegt, sigg og sár eftir undirförult gler í einum ruslapokanum. Svona klofinn persónuleika bónda/dömu manneskja? 

Elva Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband