Nokkrir stuttir dagar

Við Ragna og Magni höfum haft  það ágætt í góða veðrinu.  Emax hefur reyndar verið að stríða okkur svo við vorum netlaus í gær og á sunnudagskvöldið. Alltaf gaman að vera svona dreifbýlis.Angry

Ég skrapp uppeftir á sunnudagskvöldið, náði í dekk sem ég hafði gleymt í Lynghrauninu og hitti Þorgeir aðeins. Sveitin skartaði sínu fegursta, logn og 20 stiga hiti. Og flugur...

006Þegar ég kom niðureftir aftur fór ég út í garðinn og gerði aðra tilraun til að ljósmynda nýjustu nágrannanna okkar sem komu úr eggjunum einhvertíman um helgina. C. Ixus fannst nefnilega runninn miklu áhugaverðari en ungarnir í fyrri tilraun. Ljósmyndunin hafðist þrátt fyrir hávær mótmæli foreldranna.

Núna er komið svona venjulegt sumarveður; 10 stiga hiti og rigningaleg ský. Passar fínt því Ragna fór áðan og hengdi út þvott.

Þjóðskrá og Síminn eru stofnarnir vikunnar. Síminn fyrir að geta ómögulega lofað að lokað símanum á ákveðnum degi. "Hann lokast kannski á sunnudaginn en gæti bara lokast núna á eftir" var mér tjáð á föstudaginn. Það var ekkert skárra að panta lokun á mánudag nb. Ástæða: Þeir eru með svo stórt kerfi. Eiginmaðurinn datt næstum af stólnum af hlátri. Hollendingar ætti miðað við þetta að kallast á því kerfið væri löngu hrunið hjá þeim. Ég gat ekki hugsað mér að hlusta bara á itunes í þrifunum og niðurpökkuninni svo ég þakkaði bara pent fyrir og hringdi aftur í gær.

Þjóðskrá er bara lík sér og öðrum sniglastofnunum Ríkisins með það allt tekur heila eilífð. Svona standard meðferð. Allavega hafa konurnar á símanum verið ágætar. Stofnunin fær þó plús fyrir það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég myndi hringja núna í dag og láta loka símanum mínum þá væri mér örugglega tilkynnt að það væri ekki hægt að loka símanum í gegnum síma.
Í staðinn yrði mér sent eyðublað sem ég yrði að fylla út og senda til baka. 5-10 dögum seinna kæmi blaðið, ef ég myndi fylla það út samdægurs og senda
þá gæti ég gert ráð fyrir því að ca 14 dögum seinna fengi ég sent blað sem væri staðfestin á að blaðið mitt væri komið til þeirra og að úrvinnsla á málinu væri hafin
og lokun tæki gildi við mánaðarmótin júlí - ágúst...
Amk er það þannig sem ég ímynda mér hvernig þetta gengi í danmörku.
Annar er hérna saga af strák sem er í bekknum mínum: Hann á kærustu, hún er 19 ára og þau urðu ólétt. Saman tóku þau þá ákvörðun að fara
í fóstureyðingu. Þau fóru saman í viðtal og fengu þar að vita að þau fengju fóstureyðingartímann sendann í pósti.
Þau biðu spennt eftir póstinum næstu daga, svo kom bréfið klukkan 13 einn daginn og í því stóð að þau ættu tíma klukkan 11:30 þann sama dag.
Þetta er týpískt danskt.
Önnur saga: Vinur minn fékk enga rafmangsreikninga, hann pældi lítið í því og vonaði að þeir kæmu bara aldrei. Svo fékk hann bréf í póstinum
um að rafmagninu hans yrði lokað daginn eftir, bréfið var dagsett 2 dögum áður. 2 dögum eftir að hann fékk það bréf fékk hann svo viðvörunina
senda og hún var dagsett einmitt 2 dögum eftir lokaviðvöruna.
Eftir að ég flutti þá er ég bara alltaf jafn undrandi yfir því hversu skjótt og örugglega íslensk fyrirtæki bregðast við fyrirspurnum og óskum....

gangi ykkur samt vel með þetta allt  

Edda Rós (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband