Stig 4 og 5
21.6.2008 | 23:19
Það er mikið búið að ske seinustu daga.
Ég hafði bókað tíma hjá Sendiráðinu á föstudaginn en þar sem Bréfið frá BNA hafði ekki komið á miðvikudaginn ákvað ég að færa tímann aftur um viku. En viti menn! Bréfið var barasta í póstkassanum á fimmtudagsmorguninn svo að mín stökk af stað. Valdís var á leiðinni suður og hafði fallist á að taka Magna með sér svo ég skellti mér bara með.
Við skiluðum Magna af okkur og svo fékk ég að leggja mig á sófanum hjá Tryggva. Heimilisflugan hafði þó afskaplegan áhuga á mér svo að svefninn var frekar snubbóttur.
Í gærmorgun fylgdi ég Valdísi út á völl. Svo fórum við Accent í borgina aftur, náðum í Tryggva hjá B og L og fórum með hann í vinnunna. Svo tók við smá stress og þvælingur til að ná öllum skjölum og myndum fyrir viðtalið. En það hafðist nú allt saman. Og rúmlega 12 sat ég fyrir framan hvíttennta myndalega konu um þrítugt og tjáði henni að ég vildi fara til BNA til að halda heimili fyrir eiginmann minn.
Svo þegar Tryggvi var búinn í vinnunni brunuðum við norður. Þetta var ágætis upprifjun á gömlu góðu dögunum þegar við Magni ferðuðumst með TV-ferðum.
Það var agalega notalegt að leggja sig í gærkvöldi.
Í dag lagaði ég til í fötunum okkar Magna og pantaði flug til Ammríku. Við förum þann 29. júní!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.