Flugtak

Við Magni erum núna á Kaffitár í Leifstöð. Einhverjir Ammríkanar eru að leggja saman krónurnar sínar því einum langar í eitthvað í gjafavöruverslunninni. Svona frekar rólegt og klassískt andrúmsloft.

Við gistum hjá Svani og Höllu í nótt og mig dreymdi að við Mamma værum á leiðinni til Danmörku því hún ætlaði að stofna þar leigubílastöð. Og af því að það var svo mikið vesen að borga fólki með ávísunum ætlað hún að gera þetta allt svart. Og ég hafði á tilfinningunni að hún ætlaði að níðast á starfsfólkinu. Hmm... hvernig má skilja þetta?

Annars skutluðu gamla settið okkur á flugvöllinn. Kveðjustundin var stutt, sem betur fer því að það er svo aulalegt að skæla svona á almannafæri. En ég verð að viðurkenna að ég sakna þeirra strax. Og Rögnu, og Valdís, Og Álfhildar, Og, og.... Það er eins gott að þú sért skemmtilegur Jorrit!! Heart

Jæja, ég vona bara að útverðir hins frjálsa heims haldi ekki að ég sé hættuleg fína landinu þeirra. En ég hef nógan tíma til að hafa áhyggjur af því í vélinni. Oh hvað gerði maður án áhyggja...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel á leiðinni, Elva mín og Magni Steinn! Ég er líka strax farin að sakna ykkar og dauðsé eftir því að hafa ekki náð almennilegu lokaknúsi á ykkur bæði.

Valdís (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Ragna Þorsteinsdóttir

jújú það er ekki laust við að maður sakni ykkar, þó svo að það sé ágætt að vera ein í húsinu ;-)

Ragna Þorsteinsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:14

3 identicon

Það er gott að þið eruð komin þangað sem hugurinn stemti en Magna er sárt saknað af Viktori , en við komum heim í gærkveldi úr Spánarferðini sem var vel lukkuð og erum við að venjast kuldanum hér heima en hitinn á okkur var 32-35.

Ég vona að þið hafið það gott vestur í hreppum.

Kv Jóa,Óli,Gréta og Viktor.

Jóhanna Andrésdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:26

4 identicon

Eins kjánalegt og það hljómar þá sakna ég ykkar örðuvísi núna. Þið erum svo miklu lengra í burtu núna en þið voruð. Vonandi gengur samt vel að koma sér fyrir þarna hinum meginn við stóra sjóinn...

Edda Rós (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband