Af baráttu hins hreina kynstofns við ókunnugar hitabeltisskepnur og óblíð náttúruöfl!

Hehe, kannski svolítil damatískt en ég er einu sinni að lesa um "hvíttun" Ástralíu og maður litast stundum af lestrarefninu hverju sinni. Þarf að klára bókina en hún er áhugaverð enn sem komið er.

En það er helst í fréttum hjá okkur að við fórum á föstudaginn til Barefoot landing sem er svona svipaður staður og Broadway on the Beach nema meiri búðir og minni söfn og slíkt. Þar borðuðum við hamborgara og með því á alveg eins hamborgarastað og við fengum okkur sjake á um daginn. Og svo fórum við inn í nammibúð sem selur svona saltwater taffy, í pundavís! Við ákváðum að kaupa eitt pund Það voru til svon 15 til 20 mismunandi bragðtegundir  og alveg risastórir pokar til að setja þær í. Á meðan við vorum í búðinni fór einhver gaur að búa til meira svona taffy. Það var svona taffy tegingarvél á staðnum og alveg rosalega forn pökkunarvél.  Maðurinn tók svona 10 kg massa af karamellu og rúllaði honum upp í risa vöndul sem var síðan settur í vélina. Þegar vélin var búin að pakka inn smá hrúgu af nammi tók maðurinn handfylli og henti til áhorfenda. Ef maður var ekki tilbúinn fékk maður bara nammið í hausinn!Magni og Jorrit í myndatöku

En pundið sem við keyptum er búið þannig að ég mæli alveg með svona taffy Smile

Í gær fórum við í smá göngutúr. Hann átti að vera mun lengri en við féllum á survival og ösnuðumst út um miðjan dag en þá er alltof heitt fyrir svona erfiði. Við ætluðum að ganga meðfram flugvallargirðingunni sem ætti að taka svona klukkustund. Þegar við vorum komin nokkur hundruð metra var Magni orðinn eins og eldhnöttur og kvartaði agalega undan svita og hita. Plastföt eru ekki hentug til gönguferða hér um slóðir (fall 1). Svo komum við að stað þar sem skógurinn er rétt við girðinguna. Voða notalegt að ganga í skugganum ef væri ekki fyrir þessar risa moskítóflugur sem risu upp og réðust á okkur, alveg agalega ánægðar með þessa óvæntu máltíð. Við forðuðum okkur snarlega heim.

Ég dreymdi í alla nótt að það væru flugur að bíta mig og seinni part nætur gat ég varla sofið fyrir kláða á bakinu. Jorrit taldi stungurnar á bakinu á mér. 4 á vinstra herðablaði og 3 á því hægra. Og þetta er fyrir utan stunguna á upphandleggnum sem ég var búin að sjá.

Sem betur fer virðast kvikindin hafa ráðist á þessa stóru fyrst því Magni er stungulaus sem fyrr.

Og já, ég er búin að versla Civ4 Cool

Jorrit segir að hann sé tölvuekkill því að konan og barnið eru bæði upptekin af tölvuleikjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hann á svosem tölvu maðurinn en ég væri alveg til í að láta hann læra meira fyrir próf, ef það þýddi að hann væri að fara í próf. Þá myndum við kannski komast suður einhvertímann! Annars hefur maðurinn sýnt áhuga á leiknum. Ég verð að finna góða afsökun fyrir því að hann geti ekki spilað hann. Jorrit væri örugglega vandræðilega góður í honum.

Elva Guðmundsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband