Snilldar veður!

Ójá! Það er rigning og bara svona 23 stiga hiti. Svo hressandi!

Jorrit skilur ekkert hvað ég er kát með ástandið.

Ég vildi bara að ég ætti stígvél hérna því þá væri ég sko farin í göngutúr. Hugsa að ég fari bara samt og verði alveg rennblaut. Tilhugsunin með að geta gengið úti um miðjan dag án þess að drepast úr hita eða verða étin af moskító er bara nánast ómótstæðileg!

Við fórum aftur til Charleston í gær. Jorrit og Magnir voru nefnilega búnir að finna svona hersafn, með kafbát, herskipi og flugmóðurskipi, og gátu ekki fundið ró í sínum beinum fyrr en við værum búin að heimsækja staðinn. Svo við brenndum af stað um leið að Jorrit var búinn að fljúga í gær.

Þetta var hið áhugaverðasta safn. Eldgamlir uppgjafarhermenn voru safnverðir og það var tekin af okkur mynd þar sem flugmóðurskipið var í bakgrunni. Og svo mátti ganga um  skipin og ómægod hvað flugmóðurskipið var stórt! Í því voru 4 eða 5 "gönguleiðir" hingað og þangað um skipið. Þar voru líka nokkrar gamlar flugvélar, bæði inní og ofan á skipinu. Þar hitti Jorrit uppáhaldið sitt, F14 Tomcat.

Gömlu mennirnir gáfu Magna veggspjald af tilefni þess að hann var milljónasti gesturinn (amk skildi ég þá þannig).

Ég tók ekkert sérstaklega margar myndir þar sem batteríið kláraðist næstum á Kirkjurnar (sjá neðar).

Ferð til Patriot Point

 

Magni var æstastur yfir kafbátnum og var frekar kátur með hvað hann átti auðvelt með að ferðast um hann. Ekki mikið pláss!

Þegar við vorum búin þarna fórum við niður í bæinn og fundum Body Shop og Pitsustað. 

 Ég náði núna að taka myndir af kirkjunum sem eru við þjóðveginn í gegnum Georgetown. Ég er sérstaklega hrifin af kirkju nr 2 sem er sérstaklega lekkert.

 

Kirkjur í Georgetown

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil vel hvað þú ert kát með þetta, en ég skil ekki af hverju þú ert ekki að nýtta sér sama tækafæri á hverjum morgun. Því það er alveg hægt að fara mýlaus í gangutúr á hverjum morgun. Ef fólk bara sleppur því að liggja í rúminu til tæpar hádegi
t.d. kl 6/7 er ekkert mýflug að sjá, vedrið svalt og umferðin létt. Finasta tími til að fara í labbitúr. Bara vakna og fara fram á min venjulega tími!

Jorrit (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband