Amphibians
20.8.2008 | 16:01
Eins og hefur komið fram eru nú á heimilinu amk 14 nýjir einstaklingar.
Þeir eru núna kannski rúmlega sentimeter á lengd og grænir.
Halakörturnar virðast dafna vel. Misvel því það er núna svolítill stærðarmunur á þeim. Ég veit ekki af hverju. Eftir að hafa lesið mér til á netinu hef ég saxað niður og fryst salat (svona tilbúið í pokum, ef það er hæft til manneldis hlýtur að vera búið að skola af því mesta eitrið) og stráð því svo í dallinn sem þær lifa í. Þannig á salatið að vera nægilega mjúkt og þægilegt fyrir ungviðið.
Ég sé kvikindin aldrei éta, en þær stækka samt helling. Og þeim hefur ekki fækkað áberandi né hafa þær drepist ennþá. Þær hanga bara utan á steinunum á botninum eða á hliðunum á dallinum. Dreg þá ályktun að þær hljóti að laumast í bita þegar ég sé ekki til.
En allavega eru þær voðaleg krútt.
Athugasemdir
Ég get ekki skilið hvernig svona verur geti talist krúttlegar... Áhugaverðar, já, en krúttlegar... kannski þegar þær verða fullorðnar :P
Ragna (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.