Sitt lítið

Það hafa nú ekki neinir sérstakir hlutir gerst seinustu daga.

Við fórum í búðir og fundum svolítið af fötum. Þegar við vorum að ganga á milli tveggja þeirra hittum við lítinn strák sem var að bíða með pabba sínum. Stráksi horfði upp eftir Jorrit stórum augum og stundi: "This man is HUGE!!". Þetta var svo innilegt hjá honum að ég gat ekki annað en hlegið.

Halakörturnar stækka dag frá degi og eru orðnar ansi pattarlegar. Við Magni sáum tvær þeirra borða núna áðan en fram að þessu hafa þær farið mjög leynt með slíkt. Kálið á vatninu hefur jú horfið smá saman, þær hafa stækkað en ekki fækkað svo þær hljóta að narta í matinn sinn einhvern tíman.

Ég tók mig til og hreynsaði búrið þeirra um daginn. Þær voru ekki allveg að fíla mig þá en þegar allar voru komnar undan steinum og kálblöðum taldi ég 18. Það var talan sem Magni kastaði á þær um daginn.

Magni fékk sér tölvupóstfang í gær. Agalega fullorðinslegt. Frænkurnar sendu honum póst í gær, honum til mikillar ánægju. Núna situr hann sveittur við að svara þeim. Það reynir á en hvað gerir maður ekki fyrir frænkur sínar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband