Nammi, vatn og bækur
4.9.2008 | 18:44
Við fórum á stjá í gær í tilefni af hugsanlega komu Hönnuh.
Þegar birgðarstaða heimilisins var tekin kom í ljós að það væri best að versla smá. Sérstaklega vatn og svoleiðis.
Við byrjuðum reyndar á öðruvísi nauðsynjum og fundum Books-A-Million rétt hjá Berfoot landing. Nánast allt lesefni var gengið til þurrðar og það er alvarlegt mál! Ekki getum við farið að tala hvort við annað eða eitthvað!
Þessi bókabúð er alveg ágæt. Auðvitað nánast alveg eins og Books-A-Million í Charleston en samt fín. Við náðum amk að eyða 120 dollurum en fengum smá afslátt því að við keyptum afsláttarkort. Mér sýnist það ekki veita af!
Við fundum nokkrar skáldsögur, sögu Thor Heyerdahl um ferðina yfir Kyrrahafið, 3 barnabækur (Ofurbrók og ævintýri) og ég féll í freisni og verslaði "Experdition to Castle Ravenloft". Það er aldrei að vita...
Svo fórum við og tókum smá hring á Berfoot landing. Við fundum nokkra mynjagripi og smmáá nammi. Við fundum svona fudge í einni búð. Það var svona tilboð. 4 fudge sneiðar (kannski svona 300 gr hver) á verði 2ja. Þar sem við gátum alveg hugsað okkur að kaupa tvær kom upp í okkur smá græðgi. Svo núna eigum við endalaust mikið af fudge.
Svo fórum við á hamborgarastaðinn, þann sama og seinast. Hún Jelena frá Serbíu þjónaði okkur til borðs. Ég spurði hana út í allt austantjaldsfólkið sem væri að vinna á þessum stöðum. Þá er þetta eitthvað skiptinemaprógramsem er í gangi. Þau fara í skóla, svo vinna þau þarna, dansa smá, og fara svo heim.
Við sátum úti því að það var alltof heitt inni. Þegar við vorum komin langt með máltíðina fengum við óvæntan gest við borðið. Ungur spörfugl (líklega einhverkonar hrafnfugl) lenti á stólbaki við borðið, greinilega alveg tilbúinn til að stökkva á frönskurnar okkar. Fuglinum brá nokkuð við að sjá okkur og flögraði upp á sólhlífina við hliðina á okkur. Jorrit henti í hann frönsku (já ég veit, ég hefði skammast heima) sem sá stutti tók með ánægju. Því miður náðum við ekki myndum af fuglinum né systkynum hans en þau voru frekar fyndin að fylgjast með.
Eftir matinn fórum við og versluðum smá taffy. Bara smá.
Þegar við komum í Wal-mart fór maður að finna áhrif Hönnuh. Löngu áður en óveðrið fer feykja til hári fólks er það byrjað að feykja til í huga Þess. Konan sem var að fylla á vatnið benti okkur á að taka bara heilann kassa. Hún hafði ekki undann að fylla á og uppáhalds vatnið okkar var búið.
Annars tók ég eftir að Halloween-nammið er komið fram í hillur. Ekki ráð fyrr en í tíma sé tekið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.