Harðsnúna Hannah og aðrar hamfarir í Lendingabúðum.

Hanna virðist vera orðin nokkuð ákveðin í að koma í kaffi hjá okkur. Verst er að hún skuli vera svona blaut og vilja endilega koma snemma á laugadagsmorgun (fyrir Jorrit) eða á aðfaranótt laugadags (fyrir mig).

Hún verður líklega "aðeins" sterk hitabeltislægð þegar hún kemur en eins og fylkistjórinn sagði í gær: Það er lítill munur á aumingjalegum fellibyl og duglegri hitabeltislægð.

Hún er akkúrat núna að malla á sínum 20 mph austur af fylkismörkum Florída og Georgíu (í BNA ekki hinn, svona er fólk er með landafræðiþekkingu á við suma sem lesa cnn.com). Svona frekar til upplýsingar fyrir veðurfríkin: Hanna heldur uppi meðalvindhraða í kringum 100 km/klst (tæplega 28 m/s) og er um 980 millibör. Upplýsingarnar fæ ég héðan. Það sem gerir hana svona spennandi er rigningin og það að húsnæði hér um slóðir er kannski dulítið léttvægara en við eigum að venjast heima.

Svo er það næsta skemmtun: Ike.

Ike er lítill en afskaplega duglegur fellibylur. Það er búist við honum til Flórída rétt eftir helgina. Og svo ætlar hann að smella sér norður eftir ströndinni.

En fyrst ætlar hann auðvitað að kíkja aðeins á Bahamaeyjar! Fellibylur getur ekki verið þekktur fyrir annað þetta haustið. Ég gerðist nefnilega sek um að gleyma þessum litlu í seinustu færslu. Sem er náttúrulega algerlega hneysa fyrir konu á mínu kaleberi!

Aumingja Bahamabúar hafa nefnilega aldeilis fengið að kenna á því! Ef það verður söfnun á Íslandi fyrir þetta fólk, mæli ég með að taka þátt. Það á enginn að þurfa að upplifa 4 fellibylji á sama mánuðinum! Og kannski ná þau 5 því hún Jósafína er að snyrta sig undan strönd Afríku.

En að öðrum hamförum:

Jorrit fékk upphringingu í morgun þar sem Lyn (einn ritarinn í flugskólanum) boðaði hann á fund kl: 12. Þá ætlaði eigandi flugskólans að tilkynna eitthvað. Það að maðurinn ætli að tala við einn eða neinn er nú saga til næsta bæjar því hann hefur víst falið sig á skrifstofunni seinustu vikurnar.

"Ef hann er með byssu, forðaðu þér" spaugaði ég í Jorrit þegar hann fór.

Haha!

Maðurinn var nú ekki með byssu, en flugvallarlögreglan sem var á fundinum var með svoleiðis.

Jorrit kom við annan mann af fundinum víbrandi af reiði.

Gaurinn tilkynnti nemendum og starfsfólki að hér og nú væri skólanum lokað. Bara sí svona!

Yfirflugkennarinn fyrir evrópsku nemendurnar fór héðan til Flórída í gær. Hann vissi ekki neitt. Starfsfólkið vissi ekki neitt. Flugvallarlögreglan vissi um lokuna fyrr en þetta fólk. Hún var á staðnum ef ske kynni að ungu evrópubúarnir myndu sýna vanþóknun sína í verki (og vegna Hönnu).

Líklega vissi eigandi íbúðanna um lokunina fyrir amk viku síðan. Það voru festar upp tilkynningar um afleiðingar þess að skemma íbúðirnar þann 26. ágúst. Í tilkynningunni stóð: 

"The purpose of the Memo is the insure that NAJA Students residing at The Landing Apartments are properly notified of their direct liability concerning apartment damages. ... We hope thes is never an issue. However, it has come to our attention that this could become an issue..."

Hmm, hugsaði ég þegar ég las þetta. Af hverju er þetta allt í einu orðuð vandamál? Pínu skrítið orðalag.

En núna er ég svo miklu vitrari!

Svona til að gera stöðuna aðeins súrari: Jorrit á að fara í flugprófið mikla á þriðjudaginn en það verður ekki hægt að leigja flugvél eftir helgi til að fara í prófið!! Þannig að eigandinn náði líka Jorrit sem er þó nánast alveg búinn í skólanum. Glæsilegt!Angry

Jorrit er núna redda flugvél í Charlotte, vonandi gengur það.

Og já,

Það er byrjað að rigna... Hanna er að koma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers konar framkoma er þetta!!!! Hvar er norski skólinn? Ber hann enga ábyrgð á sínum nemum? Á hann ekki að sjá um að allir nemar skólans fái sína kennslu og sín próf? Ég er svo hneyksluð og reið fyrir hönd Jorrit að það er eins gott að ég er staðsett uppi á Íslandi. Hann ætti að fá skaðabætur frá skólanum fyrir að hann hefur ekki staðið við sitt.

mamma (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Norski skólinn vissi ekki neitt. Núna er norski yfirflugkennarinn á leiðinni og í sambandi við Hillsboro sem er flugskólinn sem er núna ábyrgur fyrir flugnemunum.

Svo virðist vera að eigandi skólans sé einhver ofurskíthæll, amk miðað við hvað fréttamaður lokal blaðsins sagði Jorrit. Og við erum að tala um almennilegan skíthælshátt hérna.

En ég skil þig mamma... er ekki sérstaklega kát með stöðuna sjálf!

Elva Guðmundsdóttir, 5.9.2008 kl. 20:18

3 identicon

Aðeins að bætta við upplýsingar.

Staða Norska skólans (NEAR) er erfið, því Creel (skíthælinn hér fyrir) ofan á 90% í hana líka. En fólkið í Noregi er búið að stofna nýjan flugskóli/fyrirtæki (án Creel) NEIA að nafni.

NAIA, áður en Creel keypti flugskólanum, átti sjálf J-1 áritunarleyfi (leyfi géfin út af Department of Homeland Security (DHS) ). En eftir breyting á eiganðum, þurfti nýji eigandinn að láta DHS kíkja inn á fjárhagsmálum hans, sem hann neitaði.

Ekkert skoðun, ekkert J-1 leyfi.

NAIA/Creel reddaði það í gegnum Hillsboro. En DHS fékk vinð af þessu og hefur bend Hillsboro á  að það er bannað að géfa J-1 út fyrir aðrar skólar.

Ekkert J-1 fyrir NAIA lengur.

Ekkert J-1, ekki hægt fyrir NEAR nemenðum að vera í BNA í 2 ár.

NEAR/NEIA foru þess vegna að flytja kennslu suður til Florida. NEIA ætlaði að nota 2 skólar í BNA í smá tíma til að fá að klára nemenðum sínum hér í Conway og setja up ný starfsemi í Florida. En Norksa Flugmálastjórn kom í veg fyrir því.

Færa þá allir nemendurnir suður til Florida. Neibs. Út af reglur frá DHS er ekki hægt að færa flugnemum á milli J-1 leyfihafar, svo NEAR var að horfa á að loka starfsemi hér í Conway í lok Október hvort sem var. Og meðfylgjandi kvörtun og kærir frá nemendum sem náðum ekki að klára námið sitt hér.

Fjárhagsstöðu NEAR er mjög slæm (munnið 90% skíthælahlut) og ekki tilbúin að borga öllum nemendum ónotaðir peningar til baka.

En vegna þess að Hillsboro gaf okkur J-1 áritun bera þau ábyrgð á okkur kennslu. Svo þaðan verður unnið í okkar mál.

Og út af lokun skólans hefur skapað ástanð sem má kalla ´force majeur´ á góðu Ensku og géfir kanski tækifæri til að flytja nemendum á milli J-1 leyfihafar (´escape clause´ í DHS reglugerð).

Vegna veðurs (Hanna) nær fulltrúi frá NEIA ekki að koma norður núna, en hann ætlar að mætta á morgun. Kanski er þá hægt að heyra meira um hvað verður um okkur (hinnir, reynðar því ég er alveg að klára námið).

En varðandi prófið. Ég er búinn að hringja út um allt, en ekkert flugvél fyrir hendi (mér vantar ákveðan tegund og týpa). Fann ein, en hún er víst í viðhald til það næstu viku. ARGH!

Það er hægt að taka próf í annað vél, en þá þarf ég að fljúga 5 tímar í viðbót. Og vera lipur í vélini fyrir þriðjudagsmorgun.

En við sjáum til.

Jorrit (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband