Var ég búin að minnast á skíthæl?

Það komu menn og límdu miða á hurðina hjá okkur í morgun.

Kemur kannski ekki á óvart miðað við uppákomuna seinasta föstudag.

Jorrit er uppi í Cholumbia að taka þetta margumtalaða próf. Hann fór í gærkvöldi, nánast ólesinn og alveg óæfður. Við vonum að góður undirbúningur á "önninni" skili sér. Helgin fór nefnilega öll í að greiða úr flækjunni sem heiðursmaðurinn Benjamin Creel hafði verið að dunda sér við að skapa seinustu misserin.

Loksins var komið nokkurskonar plan: Jorrit í próf á vélinni "sinni" í dag. Aðrir eiga eftir að fara í próf á henni á næstu dögum. Vélin verður geymd á Myrtle Beach. Jorrit var búinn að redda flugkennslu fyrir hin minni prófin. Gæti klárað þau í vikunni. Og svo myndum við fara suður um helgina.

En svo kemur þessi miði.

Dagsettur 8. september sem var í gær hér alveg eins og annars staðar.

Á honum stendur að NAIA hafi fengið tilkynningu um útburð þann 5. sept vegna ógreiddrar leigu. Og "núna", þann 8. sept, ætti að bera okkur flugnemana út "immediatley"!

Einhvern vegin gleymdi Benni elskan að minnast á þetta smáatriði við okkur. En greyið, hann hefur nú gleymt svo mörgu undanfarið, sérstaklega ef það snéri að peningum, þannig að honum er nú vorkunn... NOT!

Annars er löggan búin að vera við flugskólann alla helgina og var þar í gær. Varla hafa þeir áhyggjur af hitabeltisstormum svo sú afsökun heldur ekki vatni lengur. Greyið Benni veit sennilega upp á sig sökina og vill ekki að neinn skemmi sig. En margur heldur mig sig, því að ég hef nú ekki heyrt um nokkurn áhuga á að endurhanna andlitið á Creel. Hugsanlega vegna þess að þá þyrfti viðkomandi að koma við manninn og hverjum langar til þess?

En núna er ég að reyna að ná í konuna sem veit allt um málið hjá leigjandafyrirtækinu. Og Jorrit er í flugprófi í allan dag og ég er ekki viss um að það geri nokkurt gagn að hrekkja hann með þessu nýjasta gleðiefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Urrr!! Nú er ég fúl fyrir ykkar hönd! Ég skal senda bölvuðum blábjánanum Benna brennandi bölbænir vestur yfir haf! Ég vona samt að það leysist úr þessu hjá ykkur. Vonandi gengur Jorrit líka vel í prófinu.

Valdís (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband