Pakkapakkapakka

Það var tekin ákvörðun og við erum á leiðina til Flórída á morgun!

Það voru víst aungvir 30 dagar sem við fengum. NAIA hafði ekki borgað leiguna og hérna má víst henda fólki út með 5 daga fyrirvara þegar það borgar ekki leiguna. Og NAIA fékk tilkynningunna um útburðinn þann 5. svo þið getið reiknað.

Konan hjá fyrirtækinu sem leigir húsin hélt samt ekki að það yrði gert neitt fyrr en á mánudaginn. En það er samt ekki sérstaklega skemmtileg tilhugsun að eiga von á ofurduglegum starfsmönnum Horry sýslu í heimsókn.

Svo við förum í fyrramálið. 10-12 stunda akstur. 

En ég er samt fegin því það er búið að taka ákvörðun í staðinn fyrir þetta limbó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svona geta hlutirnir verið og allt þarf að ské í hvelli, kannski er það líka best þegar hlutirnir eru ekki í lagi. Gangi ykkur vel á nýjum stað.Kveðja Jóa

Jóa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:59

2 identicon

Ja hérna hér, var að lesa síðustu færslur og ég á ekki aukatekið orð!!!!

En nú fer eitthvað gott að gerast... pottþétt.

Bestu kveðjur til ykkar og góða ferð.

Gunna

 p.s: Benni er bjáni!!

Gunna (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:06

3 identicon

Hvernig gengur allt? Maður er farinn að vera forvitinn um ykkur :-)

Edda Rós (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 07:37

4 identicon

Kvittikvitt!

Gaman að lesa hvað þú ert að bralla í Ameríkuhreppi. Hvernig er það, er ykkur reddað nýrri íbúð í Flórída?

Kveðja frá Ástralíu :)

Elva Á. (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 06:03

5 identicon

Hvað er að frétta? Langt síðan við höfum heyrt í ykkur. Okkur vantar símanúmer til að hringja í.

mamma (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband