Langþráður draumur

Það var gaman að fara að sofa í gærkvöldi.

Jorrit var að vinna til 11 þannig að það var enginn að trufla mig við að fylgjast með forsetakostningum á RUV, með öðrum verkum.

Ja, nema RUV því að dagskrárvefurinn datt út kl 10, sennilega af æsingi. Þá var allt óráðið en greinilegt í hvað stefndi. Flórída auðvitað ekki búin að ákveða sig og allt það.

Þegar ég var rétt skriðin upp í rúm varð allt vitlaust úti. Hróp og köll og blístur glumdu við. Obama, Obama, Obama heyrðist kyrjað. Og svo efndi einhver til heljarinnar flugeldasýningar í nágrenninu.

Fólk var ennþá að missa sig aðeins þegar Jorrit kom heim klukkan hálftólf.

Og svo liðum við inn í draumalandið undir ræðu Obama, í boði einhvers nágrannans.

Gleðin er ennþá í loftinu. Ég vona bara að hann standi undir þessu maðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi ég held að fólk (amk fólk utan bna) sé að missa sig einum of yfir þessu. Kannski finnst mér þetta útaf því að mér finnst Obama vera bara sá skársti af 3 ekkert sérstökum...

Edda Rós (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband