Hver er fyrsta regla ljósmyndarans?

Ég var á labbinu áðan, á leið til að finna tannlækni þar sem hinn stóri jaxlinn í neðri kjálka virðist vera að gefa sig. Agalega sniðugt svona langt frá Kristjáni og Villa tannlæknum en hvað um það.

Ég var búin að sjá þennan fína skutulsfugl (hvað sem þeir heita nú), hegra og var að virða fyrir mér tvo Flórídanska blue jay fugla (hvað sem þeir heita nú á Ísl), hugsandi "oh afhverju er ég ekki með myndavélina?" þegar ég heyrði skrjáfur úr laufblaðahrúgu rétt hjá mér. Og viti menn! Haldið þið að það hafi ekki verið þessi hlussu iguana-eðla í hrúgunni. Alveg djúp græn, næstum sægræn! Svona 50-60 cm stór!

Fjandans!

Ég reif upp símann en það er ekkert súmm á honum og ég stór efast að það hafi tekist að ná mynd.

En alla vega: Þá á ég pantaðan tíma klukkan 20 mín yfir 3. Úff hvað ég tími þessu ekki en...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband