Tepása
10.1.2009 | 19:30
Ég þarf að labba í Publix til að versla á pitsuna í kvöld. En fyrst er smá te...
Við höfum haft það ágætt það sem komið er af nýja árinu. Áramótin voru róleg en við fórum niður á strönd til að sjá einhverja flugelda. Þeir voru nokkrir en auðvitað bara hjóm á við hvað við erum vön.
Þegar kom að því að borga leiguna fundum við týndu þúsundin sem við höfðum saknað svo yfir jólin. En fundurinn breytti fjárhagstöðunni til betra en jólin voru satt að segja mögur.
Svo þegar ég fékk rosafínu postulínskrónuna mína grenjaði ég bara smá yfir reikningum. Hefði alveg þegið málmkrónu en hér um slóðir þykir slíkt ömurlega ljótt og ekki mönnum bjóðandi. En það er skiljanlegt í samfélagi þar sem hægt er að fara í lýtaaðgerðir á tilboði (Það er auglýst massívt núna sérstakt janúartilboð hjá lýtaaðgerðarstofunni Strax sem mér finnst alveg sérstaklega fyndið).
Jorrit hefur þjáðst fyrir hæðina þessa vikuna. Þar sem hann passar svo illa í flugvélaskóhornin er hann nýttur frekar í flugherminn. Og núna hefur hann verið svo ljónheppinn að vera í flugherminum frá 7 til 1... eftir hádegi! Svo kvöldin hafa verið róleg hjá mér og það er læðst á morgnana í þeirri veiku von að maðurinn sofi eitthvað. En þetta er víst búið í bili, sem betur fer!
Jæja, núna er teið búið og ekki fleiri afsakanir fyrir að sitja hér. Best að rífa Magna hressa af stað!
Labbilabb...
Athugasemdir
Hér í bæ er Strax kallað Súper! Ég held samt að ég myndi hvorki fá mér lýtaaðgerð í Strax né Súper, sama hvort hún væri á tilboði eður ei.
Valdís (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:15
Næsti pakki farinn af stað. Hefur sá síðasti skilað sér?
mamma (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:05
Nei ekki ennþá.
Elva Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.