Alltaf jafn gaman

Þegar ég vaknaði í morgun var það fyrsta sem mér datt í hug var það af hverju Jorrit væri að rjúka svona fram úr. "Af hverju er bjart?" var það næsta sem mér datt í hug.

Svörin við þessum tveim spurningum var auðvitað það sama. Klukkan var nákvæmlega 07:41 þegar ég kíkti á símann eða einni klukkustund og tíu mínútum seinna en eðlilegur fótaferðatími er hér á bæ. Einhvern vegin hafði slökknað á hringingunni svo við sváfum á okkar græna eyra langt fram á morgun.

Þannig að Magni græddi 1 seint og Jorrit þurfti að fresta fluginu sem hann átti að fara í klukkan átta. Ég snérist í kringum sjálfan mig, svona mest.

Í gær gerðist ég svo fræg, og dugleg, að aðstoða í skólanum hans Magna. Það hefur verið að leggja fyrir FCAT prófin hræðilegu í þessari viku og fimmti bekkur þarf víst að taka fleiri próf í næstu viku. Til þess að fara eftir öllum reglum þurfa að vera aðstoðamenn í stofunum. Þetta aðstoðarfólk eru foreldrar og aðrir aðstandendur. Þar sem ég þurfti að sækja um sjálfboðaliðaleyfi (jamm maður þarf að sækja um svoleiðis) til að mega að segja krökkunum frá Íslandi var ég komin á skrá í skólanum og þess vegna var hringt í mig.

Þetta var ágætt, við fengum kökur.

Magni segir að honum hafi gengið ágætlega í þessum prófum. Ég er alla vega ekki að missa mig úr stressi. Ég veit að hann gerir sitt besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband