Það er komið sumar...

id4newyorkog sól í heiði skín?

Nei, ekki alveg hér í Flórída.

Ekki misskilja samt, þetta er "sólskins fylkið" svo það er ekki eins og það sé sólarlaust alla daga. En sumarkoman einkennist greinlega af öðru hér en heima.

Núna, þegar það er tæp vika í fellibyljatímann, er búið að vera þrumuveður á hverjum degi síðan á þriðjudag. Og rigning. Svona smá hér og þar. Og stundum hellings, en bara í stuttan tíma. Þrumurnar byrja að bresta svona á milli 9 og 11 á morgnana og rigningin lætur sjá sig einhvertíman eftir hádegið. Og svo er sól í smástund áður en það kvöldar.

Akkúrat núna er risa þrumuveður fyrir suðvestan okkur. Við sáum það þegar við fórum að versla. Það er víst alveg séns á hvirfilbyljum úr því, því það er svo massívt. Enda er pínu spes að sjá svona ský. Það er næstum eins og himinninn sjálfur sé bara orðinn blágrár en ekki venjulega blár. Eða að það sé risastórt geimskip búið að planta sér yfir svæðinu. Svona Independence Day geimskip. Og svo murrar það og urrar og við og við sjást eldingar og flöss inn í því.

Við túristaaularnir vildum næstum óska að það væri nær svo að það væri eitthvað aksjón í gangi. En bara næstum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband