Mentionitis
12.12.2006 | 22:01
Er til eitthvert íslenskt heiti á þessari áhugaverðu og algengu geðhliðrun? Bara að spá?
Annars er það að frétta hér að norð-austur sellur mósaik-stofnunarinnar skutu suðurliðinu ref fyrir rass í dag og héldu sinn eigin jóla-hádegismat. Hann var bara ágætur þó að latte-ið hafi verið heldur undir meðalagi. Það var frekar bara eins og kaffi með mjólk sem er auðvitað ekki það sama!
Magni Steinn er afskaplega dulegur þessa dagana og virðist vera algerlega ákveðinn í að sleppa við kartöflu þessi jól (svona því hann hefur hingað til fengið svo margar). Hann lagaði til í herberginu sínu í gær og tók dótið sitt úr stofunni í dag, nánast án þess að mögla.
Svo tók hann upp á því að lesa eina og eina blaðsíðu af bókinni sem við lásum fyrir svefninn, nánast eins hratt og ég, og með leikrænum tilburðum. Móno-tónninn er á hröðu undanhaldi hjá honum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.