Þolraunin

Þetta er búin að vera alveg ágæt helgi hjá okkur Magna.

Við fórum niður í Hrísateig á föstudagkvöldið. Þar voru Edda og Hrafnkell fyrir ásamt gamla settinu og Rögnu. Við skelltum okkur í pottinn eftir kvöldmatinn. Eitthvað var fólk ósammála um hvað væri nægilegur hiti í pottinum. Sumum fannst óþarfi að kæla hann niður með snjó. En allt fór vel að lokum (ég vann og potturinn varð rosa heitur).

Ég brunaði, í slyddu og leiðindar færi, upp eftir um kvöldið. Hugmyndin var að þrífa húskofann áður en ég færi niður í Mývatnsstofu á laugadaginn. Það gekk eitthvað hægt að koma sér úr bólinu en ástandið var þó heldur betra kl 2 en um morguninn.

Svo var aftur brunað niður að sjó. Liðið var búið að fara í pottinn þegar ég og Valdís komum svo við létum bara renna í aftur og fórum ofan í þegar Jersey Girl var búin. Þegar það var að renna í stóðum við eitt sinn við stofugluggann og virtum fyrir okkur öldurnar í pottinum. Það eiga náttúrulega ekki að vera háar öldur í heitapottum en það var smá rok. Errm

Þar sem við erum djarfar konur létum við rok og skafrenning ekkert stoppa okkur. Það var reyndar ekki gert nægilega ráð fyrir vindkælingu þegar skrúfað var frá upphaflega svo að ég þurfti að fara aftur upp úr og ganga í gegnum snjóinn inn í bílskúr og bæta við hitann. Enn Íslenskar konur eru alls engar gungur, frekar en mótpartar þeirra! Og við þurftum að halda á rauðvínsglösunum svo þau fykju ekki um koll. En þetta var ákveðin þolraun og á endanum varð potturinn almennilega heitur og það dró úr vindinum. Sem sagt við stóðumst prófið, hetjurnar  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýtur að vera hægt að fá smá XP út á svona raunir ;) allavega 150 xp fyrir að halda rauðvínsglasi í 30m/s vindi ;) 

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband