Seinasta helgi fyrir jól

Nú er maður staddur enn og aftur í Hrísateignum.

Það stendur til að baka laufabrauð og hugsanlega einhverjar jólasmákökur.

Þar sem ég er bara 2. kynslóðar innflytjandi í Þingeyjarsýslum þá erum við ekki með eins háttþróaðar hefðir í laufabrauðsbakstri og margir innfæddir. Við gerum laufabrauðið til þess að borða það, ekki til þess að horfa á það. Þess vegna er hámark útskurðarlistarinnar hér á bæ að gera upphafstafina okkar á kökurnar með laufabrauðshjólinu og bretta uppá. Þetta er gert við svona 10 kökur, hinar 50 eru bara steiktar óbrettar. Ég veit að þetta er hjóm eitt við alvarlega laufabrauðgerð.

Svo stendur til að baka klassískar smákökur eins og loftkökur ( aka þingeyinga, aka mývetninga), Hvesperstikk, kornflekskökur og sörur Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En bóndakökurnar???

Valdís (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 19:19

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Var búin að baka eina umferð af bóndakökum. Verð nú samt að henda í annan skammt þar sem fyrsti skammturinn kláraðist núna um helgina!

Elva Guðmundsdóttir, 17.12.2006 kl. 18:08

3 identicon

Hvað er Hvesperstikk?

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:00

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe, þú kemst að því. Afskaplega góðar og heppnuðust vel að mínu áliti

Elva Guðmundsdóttir, 18.12.2006 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband