Gleðileg jól!!

Já, nú er komið að þeim, einu sinni enn!!

Það var pínu skrítið að kíkja á hitamælinn áðan. Tæplega 10 stiga hiti á 24. des er ekki alveg eftir uppskriftinni.

Jólafílingurinn komst loks á fullt sving í gær. Við systurnar (mínus Edda) týndumst ásamt viðhengjum í Teiginn seinnipartinn í gær. Þar tók við jólaþrif sem setur mann alltaf í gírinn. Svo fórum við Valdís í hina hefðbundnu þorláksmessu-reddingar-ferð út á Húsó kl hálf tíu í gær. Það var fullt af fólki á röltinu og góður andi í bænum. Við ákváðum að gerast ævintýragjarnar og fórum inn í Skuld og fengum okkur latte. Það var nú aldeilis punkturinn yfir I-ið. Algerlega frábært latte í glasi (svolítið annað en gutlið sem ég fékk nokkrum metrum norðar um daginn) og jólatónlist við kamínueld. Kannski aðeins of mikill reykur þó.

Nú stendur aðeins til að prófa nýju sturtuna. Það er reyndar ekki "organ-interlock" takki í henni en nánast þó Joyful

Svo gleðileg jól!!

Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól nafna. Ég vona að þið mæðgin hafið það gott yfir hátíðirnar.

Bestu kveðjur,

Elva Á.

Elva Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband