Annar í jólum
26.12.2006 | 18:56
Núna er maður búinn að borða svoleiðis yfir sig að það liggur við að maður þurfi að fara á slysó.
Úff
Það er sko tekin stefnan á íþróttamiðstöð Reykjahlíðar eftir hátíðarnar. Það gengur örugglega ekki að ætla sér að rúlla um göngustígana næsta sumar!
Ég, Valdís og Tryggvi höfðum það þó af að ganga upp að Kellingunum í gær. Mikið afrek! Við sáum helling af glitskýjum á leiðinni og sveitin leit bara almennt geðslega út í ljósaskiptunum. Myndin hérna tók pabbi heima í garði á meðan við vorum í labbitúrnum.
Þar sem hjarnið er harðara en parkettið hérna inni var ekki þörf fyrir geiturnar (legghlífar; slanguryrði sem ég lærði af Bergþóru um daginn) sem ég fékk í jólagjöf og mér fannst óþarfi að blanda Britney S saman við lyngilminn. Ég þarf að þvo peysuna sem ég fékk en annars hefði hún komið sér vel í kuldanum.
Við skelltum svo saman í spil í gær. Loksins, loksins fékk ég að leika bara eina persónu í einu!!
Ég ákvað að vera hún Silaqui Nailo, sun elf frá Silverymoon. Silaqui langar til að verða bladesinger því það er svo töff að geta kastað göldrum um leið og hún ber á óvinum álfa með sverðinu sínu. En þó hún sé alveg rosalega góð að beita sverðinu og alveg þokkaleg að galdra þá vantar eitthvað ennþá!
Oh, hvað það var gaman að rúlla teningum bara fyrir mann sjálfan og að sjá annað fólk engjast yfir því að muna hver ætti að gera næst og að vondukallarnir séu óþarflega heppnir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.