Raindrops Falling on My Head...

Fyrstu vikurnar eftir ađ viđ Jorrit komum hingađ til Álasunds var fínt ađ vera hérna. Sól og nokkuđ hlýtt, logn og blár var ađal liturinn.

Auđvitađ ringdi viđ og viđ eins og gengur. Frekar hressilega í flest skiptin en ţađ mátti nú búast viđ ţví, hérna í regnbelti Noregs.

Nú er komiđ haust og viđ söknum agalega regnskugga Vatnajökuls.  Ţvílík bleyta! Grár er ađal liturinn seinustu vikur.

Ţađ hefur ekki liđiđ einn sólarhringur án rigningar síđan einhvertíman í ágúst. Ţađ hafa komiđ svona 3 dagar í september ţar sem sólin hefur skiniđ ađ einhverju gagni en ţá hefur bara ringt um nóttina til ađ ná upp rakanum. 

Fyrir ţá sem hafa búiđ í Reykjavík er ţetta svosem ekkert sérstakt. Ég man eftir ţví ađ haustiđ sem ég flutti suđur fyrst ringdi uppstyttulaust í 6 vikur. Ég hélt ađ ég myndi, ef ég dćji ekki úr sólarskorti fyrst, verđa mosavaxin.

En ţađ var bara amatörarigning. Bara svona smá úđi miđađ viđ hér. Rigningin hér er alveg á pari viđ hitabeltisrigninguna í Flórída, svona í magni á tímaeiningu. En ţessi rigning er mun undirförullari en Flórídarigningin. Kemur hvar og hvenćr sem er og úr ýmsum áttum. Ekki á milli 2 og 4 eftir hádegi eins og hin og beint niđur nema í sérstökum tilfellum.

Svo er ţoka, auđvitađ, og ţessi fínu ský sem eru reglulega ţađ ţykk ađ ţađ er nauđsynlegt ađ kveikja ljós um miđjan dag. Myrkur um miđjan dag er svosem ekkert vandamál en kannski svolítiđ niđurdrepandi svona í september. En ţarna er ţó komin skýringin á ţví af hverju fólk hér er svona bjart yfirlitum.

Viđ vonumst til ađ ţetta sé bara haustiđ, en munum kaupa pollagalla til öryggis.

Ég held nú samt ađ ţetta sé frekar viđvarandi ástand ţví ađ haustferđ skólans hans Magna var farin í slagveđri og roki. Líklega hefđi hefđi henni veriđ frestađ heima en hér var engin miskunn! Bara vatnsheld föt og stígvél og út í skóg! Líklega gćtu nemendur haft ţađ af ađ útskrifast úr skólanum án ţess ađ fara í eina einustu haustferđ ef ţađ mćtti ekki fara í rigningu. En drengurinn kom heim eins og hundur dregin af sundi, nokkuđ sáttur međ daginn.

Ţađ erum bara viđ, gamla liđiđ, sem erum ađ verđa vatnssósa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha sonur minn myndi sveiflast milli alsćlu og ömurleika í ţessu veđri. Ţađ er gaman ađ hoppa í pollum en óţolandi ţegar lekur ofan í hálsmál eđa kemur vatn í augun...

Hér er bara alltaf eins veđur, eini munurinn á veđrinu núna og veđrinu um miđjan ágúst er ađ hitinn er búinn ađ lćkka um ca 10°c og loftiđ er ekki jafn ógeđslega rakt. Ţađ fer meira ađ segja bráđum ađ vera hćgt ađ sofa međ lokađa hurđina (út á svalir). Ţađ rigndi jú í klst um daginn, og einhverjar nćtur hefur veriđ rakt en ekki meira en ţađ.

Edda Rós (IP-tala skráđ) 25.9.2009 kl. 08:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband