Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Latte

við Þorgeir vorum að ræða um kaffi áðan.

Ég held að það séu til tvær gerðir af kaffidrykkjumönnum; mjólkurkaffifólk annars vegar og hraðkaffifólk hins vegar.

Ég er latte-manneskja en Þorgeir er expresso maður. Ég set mjólk í kaffið vegna bragðsins en hann myndi drekka kaffið án mjólkur ef það væri bara kaldara. Kaffidrykkja Þorgeirs er lík og áfengisdrykkja sumra: fyrir áhrifin.

Sem betur fer höfum við getað settlað okkar kaffiágreining á menningalegan hátt. Þeas þegar hann hellir uppá er kaffið sterkt en þegar ég útbý kaffið er það mun dannaðra.

Þegar enginn nennir að hella upp á fer Þorgeir í búðina og betlar kaffi þar en ég hita vatn og útbý mér skyndi-latte. Alveg merkilega gott, bara ekki ímynda sér að þetta sé alvöru latte. Það er galdurinn Wink

Besta latte (og þal kaffi) sem ég hef fengið á þessu ári bruggaði Ragnar Frank, Skaftafellshöfðingi, handa mér og Elke í haust. Kannski ég fái mér svona græju eins og hann var með eftir áramót. Þá þarf ég ekki að gera neinar málamiðlanir í þessum málum því þá verður ríki mitt mannautt fram á vor.

Oh nú langar mér í gott kaffi


Afmæli

Magni Steinn átti afmæli í dag. Wizard

Við héldum upp á daginn með heljarinnar veislu þar sem rúmlega öllum bekknum hans var boðið. Það voru pitsur, muffins, kaka og ávextir á borðstólnum. Muffinsin og Pitsurnar gengu best í liðið en ávextirnir síst. Svo var opnaðir pakkar og sýnist mér að maðurinn sé nokkuð ánægður með uppskeruna. Gjöfin frá mömmunni er reyndar ekki komin í sveitina en það virðist ekki vera neitt vandamál.

Ég er allavega algerlega búin á því og afskaplega fegin að dagurinn er nánast liðinn og allt gekk upp. Ég vona bara að ofuhugarnir sem hættu lífi sínu og limum til að komast hingað uppeftir komist heil heim. 


Kjaftasögur

Ég er eins og flestir aðrir; svo heppin að heyra ekki kjaftasögurnar sem ganga af sjálfum mér. Ég geri samt fastlega ráð fyrir að það hljóti einhverjar að vera á sveimi. Annars væri ég nú aldeilis að klikka á þessu Cool

En ég held að ég hafi heyrt enduróminn af einni um daginn.

Ég var að vinna við að koma á jólasveina-kaffinu sem var um helgina ásamt nokkrum öðrum konum. Börnin okkar voru á fullu við að nýta sér til hins ýtrasta plássið í Skjólbrekku og voru orðin rjóð í kinnum og heit. Ein konan horfir allt í einu á son minn hugsi og spyr svo: "Er þetta strákurinn þinn?" Ég gengst við barninu, enda er ekki slæmt að vera móðir þess. "Nú, er hann hjá þér?" dettur upp úr henni. Ég horfi aðeins á hana og segi "já, auðvitað". "Og er hann í skólanum hér?" gat hún ekki stöðvað sig í að segja, en þá var greinilegt að henni fannst hún vera komin í öngstræti. Ég ákvað að bjarga málum og útskýrði að barnið hafi eytt nánast öllu sumrinu hjá afa og ömmu en væri núna þar sem hann ætti að vera, hjá mér.

Ég velti því fyrir mér hvort að sagan væri á þá leið að ég ætti nú barn það byggi annars staðar? Það væri kannski skýringin á því af hverju ég væri aldrei heima um helgar, að heimsækja barnið. Ég er nú aldeilis vonda konan. Læt aðra um að ala afkvæmið upp á meðan ég skemmti mér við að hrella Mývetninga!

Góð saga. Gallinn er bara þessi stuttlungur sem gengur á 0,1 km hraða úr skólanum yfir í Mývatnsstofu á hverjum virkum degi Devil

Annars á stuttlungurinn afmæli á morgun og þar sem 6 afmælisdagar eru ekki nóg til að fá nóg af afmælum verður veisla. Afskaplega verð ég fegin þegar hún verður afstaðinn Sick


Áii!!

Ég var að kitla Magna áðan og hann náði að sparka þokkalega fast í barkann á mér. Það var ekkert gott og er ennþá bara þónokkuð vont. Ég fílaði mig aðeins eins og fórnarlömb söguhetjanna sem í bókunum sem ég er að lesa núna; War of the Spiderqueen. Sem betur fer var þetta óvart og það fylgdi ekki einhvert eggvopn í kjölfarið eins og í þessum bókum. Enda hefði það verið dálítið áhyggjuefni.

Ég er búin að baka smá í dag og laga til (undirbúningur fyrir afmæli) annars er dagurinn búinn að vera rólegur. Ætlaði kannski að kíkja í Fjósið eða í Böðin en það verður bara að gerast seinna. Var líka að vinna í næstum allan gærdag vegna Jólatöfranna.

Jólarnir létu sjá sig í gær í sveitinni. Það kom bara töluverður fjöldi fólks til að berja þá félaga augum og allir voru nokkuð kátir með daginn. Ég sannaði það enn og aftur að ég kann ekki á klukku svo ég missti af þeim í Dimmuborgum en ég ætla sko ekki að láta það fara fram hjá mér þegar þeir fara í bað um næstu helgi. Það er víst áhugaverð sjón.


Fjársjóður

Skaftafell22.09-26.9.2006 046Þennan stað fundum við Elke í Bæjarstaðaskógi. Áin hafði greinilega runnið þessa leið í þúsundir ára og grafið sig niður í bláan steininn. Þessi fundur gerði gönguna löngu yfir sandinn alveg þess virði.

Þangað væri ég til í að fara aftur. Á heitum degi væri æðislegt að sulla með tánum í ánni áður en haldið væri af stað á ný.


Naflaskoðun

Þótt ég sé ekki komin í mikinn jólaham þá er ég einhvern vegin komin í áramótaham þessa dagana.

Hvernig er áramótahamur mun kannski einhver spyrja? Jú, maður er í áramótaham þegar maður finnur fyrir ákafri þörf fyrir að gera samantektir á lífi sínu. Sérstaklega samantektir sem spanna eitt ár. Þessu fylgir ákveðið naflaskoðunarferli þar sem ástæðurnar fyrir öllu saman eru krufnar niður í frumeindir sínar í leit af lausnum og skýringum. Síðast en ekki sýst fer maður að heita sér þessu og hinu; héðan í frá ætla ég ekki/aldrei/alltaf að gera X.

Gallinn er að þessar áramótapælingar eru eiginlega mánuði of snemma, svona blogglega séð. Það er nefnilega gráupplagt að gera svona "best off" lista í endaðan desember en ekki endaðan nóvember. Þannig að ég verð að sitja á mér með svoleiðis.

Svo vitum við alveg hvernig fer fyrir því sem er krufið í frumeindir.


Jólastúss og dularfullar viftur

Ég fór í jólaleiðangur í dag. Kannski svolítið snemmt en þetta var liður í að gera sveitina töfralega fyrir jólin. Verð að viðurkenna að ég var ekki í jólastuði í dag. Varð nánast eins þreytt eins og ég var seinast þegar ég ætlaði að jólastússast. En þá var ég með áfengiseitrun en nú hef ég enga afsökun, var ekki einu sinni illa sofin!

En ég náði þó að kaupa seríur og kerti svo og klakajólatré úr plasti handa Magna. Það er með ljósi inní sem skiptir um lit. Alveg merkilega sætt þegar það er komið heim Happy

Það skeði sá furðulegi atburður heima í gær að vifturnar í loftinu fóru í gang. Það er ein inni í eldhúsi og önnur á baðinu og ég get svarið að þær hafa hvorugar bifast síðan að ég flutti inn. Og alveg örugglega ekki í haust þegar hitinn náði 40 °c í eldhúsinu á stundum. Þær voru bara í gangi þegar ég kom heim og ég hef ekki hugmynd um hvað skeði. Né hvar sé hægt að slökkva á þeim. Það er nefnilega eiginlega dragsúgur í eldhúsinu núna.

Ég lagaði líka sturtuna í gær. Tók blöndunartækin af og hreynsaði helling af sandi úr þeim!! Hvaðan sem hann kom? Náði reyndar að rífa niðurfallið úr sambandi svo að það flæddi vatn út um allt baðgólf en reddaði því enda pípari af guðs náð Cool

Núna get ég farið í almennilega heita sturtu. Verst er hvað sturtuklefinn lekur og það hefur ekki lagast með auknum krafti í sturtunni. En ef allt væri fullkomið hefði maður ekkert til að kvarta yfir. Og það væri nú synd.


Lítið að ske

Það er rólegt í henni Mývatnssveit núna. Amk þegar kemur að mér. Enda væri annað kannski ekkert gott. Hvað gæti svo sem skeð?

Nú jæja, ég sá manni bregða fyrir um daginn sem ég hafði ekki séð síðan á seinasta hlýskeiði. Ég var farin að halda að viðkomandi ferðaðist um neðanjarðar, því það væri ekki einleikið að rekast aldrei á hann, i 400 manna samfélagi. En þarna var hann skyndilega að taka bensín. Grunsamlega syfjulegur og illa til hafður. Örugglega að sofa yfir sig. Ég hugsaði málið smá en sá mér ekki annað fært en að halda upp á tímamótin með SMS þar sem ég hældi honum fyrir "right out of bed" lúkkið. Ok kannski ekki hældi Devil

Fékk ákaflega kurteist svar, enda maðurinn kurteis þegar aðrir sjá ekki til. En ég er akkúrat öfugt; ókurteis í einrúmi þannig að ég býst við að sjá hann næst þegar fer að hlána Errm

Ekki alveg það sem ég var að reyna að gera en ég ræð greinilega ekki við óþokkann í mér.

Ówell Wink

 

 


For English Version Press...

Þessum úttlensku vinum mínum finnst pínu skítt að ég þurfi endilega að tjá mig eingöngu á hinu ylhlýra.

Þetta væri náttúrulega gullið tækifæri fyrir þá að ná tökum á Íslenskunni, amk eru orðin ekkert á förum af síðunni. En ég væri náttúrulega að svíkja lit ef ég myndi ekki alla vega hugleiða að gera eitthvað í málinu.

Að öðru: ég sé að eftir að ég flutti á síðu með teljara að heldur fleiri koma inn á hana en hægt sé að skíra með endurteknum heimsóknum náinna ættingja. Og örugglega ekki með þeim sem kvitta fyrir sig. Ég er svo forvitin... hverjir eru að skoða? Woundering 

(Those foreign friends of mine thinks it is a little bit shitty of me to exclusively write in Icelandic.

Of course this would be a excellent opportunity to learn the language, at least the words are not going anywhere. But I would be cheating my conscience if I would not at least consider listening to them.

To other things: I can see since I moved to a site were I can see how many hits I get, that I get rather more hits than can be explained by repeated visits by my close relatives. And there are more hits than the people that comment. I am so curious.. Who are looking at my site?

NB. The English version of this blog is a special thing because of the title. Little bit like subtitles for the hard of hearing when there is something about them in the TV. But we will see...)

 


Alkul eða tannakul?

Ég sótti son minn í afmæli í gær. Gerði húsmóðirinni greiða og borðaði smá perutertu (alveg sérlega góða) hjá henni á meðan að leikurinn var að klárast. Það var fleira fullorðið fólk að bjarga verðmætum við borðið (þeas kökunum). Ég var náttúrulega spurð hvernig mér finndist að búa í hálendustu sveit landsins. Ég sagði að það væri kalt og þetta reynda fólk gat sagt mér að það væri heldur kaldara en venjulega. miðað við aðra þætti veðursins (rokið, snjókomuna). Ég venst örugglega. Cool

Húsmóðirin spurði mig líka hvort ég væri frá Ísafirði því hún þekkti konu sem væri svo lík mér þar. Ég gat sagt henni að ég ætti örugglega ættingja þar en ég þekkti ekkert til þeirra. Það er stundum skrítið að vera svona furðulega til komin.

Ég var að lesa matskýrslu í dag. Ég hélt að matskýrslur ættu að vera svona hlutlægar og hlutlausar, jafnvel þurrar í orðalagi, en höfundar þessarar skýrslu höfðu greinilega gleymt sér hér og þar. Td stóð á einum stað; "Jarðböðin eru einstök perla". Devil

Hehe. Er það sem sagt vísindilega sannað? Ég hélt að perlur væru svona harðar og kringlóttar og yfirleitt frekar litlar. Ekki risastór mannvirki úr steini, viði og vatni. En svona er stundum erfitt að halda tilfinningum manns utan við vinnuna sína. Ég skil höfundana alveg, ég hef líka farið í Jarðböðin og ætti í raun að fara miklu oftar en ég geri því að þetta er örugglega besti baðstaður landsins.

Ég komst líka að því í dag að sumir eru algerir ljúflingar. Mér grunaði það reyndar en algerlega væri ég til í að faðma einn mann. Verst er hvað það er langt í hann. Ég held að ég nái ekki alla leið til Wales.

Ég vona bara að skriftir mínar á öðrum vettvangi valdi ekki handalögmálum eða fýlu einhver staðar í Tjallkistan núna um helgina. Býst nú varla við því þar sem karlmenn missa sig sjaldan í slíkt heldur fjalla karlmannlega um málin, klappa hvorir öðrum á bakið og drekka sig svo aðeins fyllri. Amk þegar þeir tilheyra hinum Norður Evrópska menningarheimi.

Annars er spáð alkuli á Íslandi núna um helgina þannig að hún verður örugglega róleg hér. Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband