Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Megas

Núna þegar Megas keppist við að kyrja hærra í útvarpinu en Kári hér fyrir utan verð ég að segja að gott sé orðið gott!! Angry

Núna er búið að vera bylur, rok, skafrenningur, snjókoma og frost nánast síðan að ég kom úr Reykjavíkur reisunni. Ég get alveg lofað ykkur að skapið er löngu komið á réttan kjöl svo að veðrið endurspeglar svo sannarlega ekki mína innri konu.

Ég vona bara innilega að veðrinu fari að slota svo ég komist í stórmarkað. Smámarkaðurinn sem er hérna stendur alveg fyrir sínu en það er samt farið að minnka í nýja fína frystinum mínum.

Ég ætla að fara heim og baka eitthvað. Hlusta á eitthvað af góðu tónlistinni sem ég hef fundið undanfarið í geisladiskasafninu mínu og hugsanlega að slá á þráðinn til einhvers ykkar.

Heyrumst Smile


Fyrsta tönnin fallin!!

Það var kátur drengur sem kom að morgunverðarborðinu í dag.

Framtönnin sem hefur verið að losna seinustu vikur lét sig loks í morgun. Þannig að þegar frændi hans er að bæta í tanngarðinn er Magni að  grisja í sínum. Það varð reyndar ekki almennilegt skarð þar sem fullorðinstönnin hafði misst þolinmæðina og kom upp fyrir aftan þessa fyrir svona mánuði síðan. Grin


Skíta veður

Skafrenningur
Það er búið að vera rok, skafrenningur og snjókoma í dag og í gær. Veðrið er þó heldur að skána.

Feeling Little Bit Alien

Nú er ég komin aftur á fagrasta stað landsins. Og góða veðrið hefur elt mig.  En það er alltaf gaman þegar veðrið endurspeglar innri líðan manns sjálfs. Mér líkar reyndar betur við það þegar það er sól og blíða því hvers eigið þið hin að gjalda?

Jamm, helgin var svosem ágæt. Fínn fundur og ennþá betri skoðunarferð og meððí á eftir. Var reyndar komin á Þjórsárgötuna fyrir kl 12 en bætti nú úr því daginn eftir.

Chas var svo elskulegur að elda alveg ágætis grænmetispasta fyrir mig á laugadagskvöldið. Svo hlustuðum við á tónlist og horfðum á Trainspotting sem er alls ekki verri nú en seinast sem ég sá hana. Það var ekki fyrr en eftir það sem glæpurinn var framinn. Það var þá sem Chas, elskan, dró upp viskíflöskurnar! "Elva, would you like to try some Whisky?"

Aulinn ég.

Svo nú er ég búin að komast að því að viskí er alveg ágætt svona eitt sér, kvöldið sem það er drukkið þeas. Daginn eftir... ahh

Ég þjáðist ekki svo af líkamlegum kvillum í gær heldur frekar andlegum. Ég hugsa að seratónín magnið í toppstykkinu hafi verið í sögulegu lágmarki í gær. Það er heldur skárra í dag en ekki gott. Ég hugsa td að ég myndi þola að hlusta á "Under Pressure" í dag en þegar einhver sniðugur plötusnúður spilaði það í gær var mér allri lokið.

Ég held samt að ég geti ekki kennt guðaveigunum um alla vanlíðanina. Ef ég dreg þær frá sem og hvítvínið sem kom á undan, óhollar svefnvenjur og mishollar matarvenjur seinustu daga stendur þetta eftir:

Öllu gríni fylgir nokkur alvara.

Sem leiðir að:

Vogun vinnur, vogun tapar.

En eins og kötturinn sagði við Lísu þegar hún spurði hann vegar:

"Leiðin fer eftir því hvert þú ætlar"

Og  til þess að enda á réttum nótum:

Þar stendur hnífurinn í kúnni! Frown


Suðurferð

Núna þegar veðrið er að gíra sig upp í almennilegt rok erum við mægðinin á leið suður á boginn. Ég á víst að vera stödd í Hafnarborg kl 8:30 á morgun og Magni ætlar að vesenast eitthvað með hinu foreldrinu þessa helgina.

Það verður ágætt að skoða sig aðeins um í Borg Bleytunnar. Rifja upp áttirnar í Kringlunni og Smáralind og kíkja aðeins í hræðilegustu verslun norðan Alpafjalla, IKEA.


Skemmtileg tilviljun

Það sannast enn og einu sinni að "greate mind think alike". Svo virðist vera að Valdís og ég höfum ákveðið að velja sömu vél suður á fimmtudaginn. Þetta er náttúrulega alveg ferlega ánægjulegt.

Annars slepptum við Magni kvöldmatnum núna áðan og bökuðum í staðinn köku. Magni fékk að ráða svo að það var bökuð brún rúlluterta með hvítu kremi (svona 5 millj hitaeiningar) og einhvern vegin vorum við ekki neitt svöng eftir baksturinn. Hvernig sem stendur á því? Whistling

 


Elgir

Ég er með strengi í maganum.

Ástæðan er sú að við horfðum á Monty Python's Holy Grail í gærkvöldi í staðinn fyrir hina hefðbundnu laugadagsdagskrá.

Ómy god! Það er svo langt síðan að ég horfði á myndina að ég var algerlega búin að gleyma elgunum í byrjuninni! Og ég varaði mig ekkert á því þegar Edda talaði um að hafa stoppað myndina í kynningu seinasta þegar hún horfði á hana, vegna hláturverkja.

Ég hélt í alvörunni að það myndi líða yfir mig af súrefnisskorti ég hló svo mikið. En hvað er svona fyndið við sænska elgi? Ekki gott að segja. Ég er bara fegin að þau dýr sem bíta helst heima hjá mér eru flugur en ekki 500 kg klaufdýr.


Laugadagsverkin

Ég vaknaði heima hjá mér í morgun. Þetta ku nú ekki að vera stórfréttir en ef haft er í huga að í dag er laugdagur þá er það pínulítið merkilegt.

Ég ætla heldur ekkert í ferðalög eða láta passa afkvæmið þessa helgina. Var reyndar búin að klára pössunarkvótann í gær þegar Ragna mætti eftir hádegið til að hafa auga með Magna. Ég var nefnilega á stórmerkilegu Heilsuferðaþjónustu málþingi niðri á Húsavík og kunni illa við að láta barnið sjá um sig alveg sjálft.

Við Magni tókum því rólega í morgun og þegar við vorum búin að því minnkuðum við óreiðuna í húsinu um heilann helling. Núna má nánast borða af eldhúsborðinu í Lynghrauninu Wink

Svo ákváðum við að renna í Teiginn enda þýðir lítið að eyða HEILLI helgi heima hjá sér.

Annars fjárfesti ég í ægilega sætri ljósaseríu í gær. Hún er komin upp á vegg og þjónar nú hlutverki höfðagafls yfir rúminu mínu. Ekkert smá rómó og krúttlegt og fær svefnherberið til að vera aðeins minna eins og á heimavist. Þá er bara eftir að festa myndina upp á vegg og kaupa fatastand... afsakið... stól til að hafa við rúmið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband