Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Tónlistarfríkið ég
30.1.2007 | 09:31
Ég gerðist smá eyðslusöm á sunnudaginn og fjárfesti í Rokkland 2006. Það var eiginlega fyrir eitt einasta lag sem lokkaði mig: "Born Slippy" með Underworld sem er á B-diskinum. Hin 37 lögin voru eiginlega bara bónus.
Að sumu leiti upplifi ég lög eins og karlmenn. Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvaða lög höfða til mín og hvaða lög ekki. Hvaða tónlist mér finnst skemmtileg, falleg, góð. Og svo eru það lögin sem ég kolfell fyrir, svona ófyrirséð. Ég man t.d. eftir þegar ég fattaði að ég fílaði eitthvað Spice Girls lag í botn (man nú ekki lengur hvaða lag það var). Þvílíkt áfall!! Gat nú varla verið þekkt fyrir að falla fyrir Spice Girls!
Ef "Born Slippy" væri gaur, væri það einn af þessum nett ófríðu náungum sem ég á það til að skjóta mig í. Þessir sem eru einhvern veginn ómótstæðilega ruglaðir í kollinum. Enda er lagið (eða amk textinn) víst samið í ölæði sem kemur ekkert á óvart. Það nær eitthvað svo vel tilfinningunni að vera dauðadrukkin og hafa veröldina eins og hún leggur sig á fleygiferð í kringum hausinn á sér.
Tilfinning sem ég hef, sem betur fer, ekki upplifað í dálítinn tíma.
En eftir þessa fjárfestingu held ég að ég sé nánast búin að hlaða inn í tölvuna mína öllum uppáhalds lögunum mínum á seinasta ári. Sem hefur ekki komið fyrir áður. Ég verð byrjuð að þræða tónlistahátíðirnar ef svona heldur áfram, á gamals aldri.
Annars eru þetta alveg frambærilegir diskar, sérstaklega diskur B.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Engill
28.1.2007 | 12:06
Það var spilakvöld í gær. Edda reyndi með sér sem DM og stóð sig með príði.
Menn fóru í rómantíska göngu í fjörunni (og börðu á nokkrum ghouls í leiðinni) á meðan álfar sátu og spiluðu spil og ræddu galdra. Þegar gengið var til náða (og þvílíkur svefnfriður eftir að þaggað var niður í náætunum) og riddaranum dreymdi draum sem fékk hann til að draga alla vini sína á stað í björgunarleiðangur.
Persónurnar náðu að hetjast helling í kjölfarið. Berja á helling af vonduköllum og bjarga einum ráðvilltum og reiðum engli af yngri gerðinni.
Við hin raunverulegu náðum að borða helling af pizzum, drekka kók í lítravís en við stóðum okkur ekki nægilega vel í namminu. Það er ennþá heill haldapoki eftir af allskonar góðgæti á eldhúsbekknum. Það er greinilegt að við verðum að halda annað spilakvöld bráðlega svo birgðirnar spillist ekki
Að tapa til að græða?
25.1.2007 | 16:36
Hljómar betur þannig...
En þessi orð fengu huga minn til að reika. Ég samdi alveg æðislega frábæra bloggfærslu um hvort ég væri kannski að haga einkalífinu svolítið á þennan hátt. Með því að láta ekki eftir mér suma hluti sem hugsanlega væru skemmtilegir í núinu en myndu ekki borga sig í framhaldinu.
Svo fór ég heim í bólið og bloggfærslan fina sveimaði hausnum á mér.
Þegar ég vaknaði í morgun höfðu draumar næturinnar hrakið hana á brott en pælingin hafði setið eftir.
Það er náttúrulega augljóst mál að það er mjög mismunandi hvort ég fell í freistingar, svona eftir því hver freistingin er. Til dæmis féll ég auðveldlega fyrir súkkulaði enda hefur það svo litlar neikvæðar afleiðingar, til skamms tíma litið, að borða smá súkkulaði miðað við jákvæðu afleiðingarnar. Svo er ég búin að missa þráðinn á milli orsök og afleiðingu þegar kemur að því að troða sér í buxurnar daginn eftir. Þegar ég stend frammi fyrir freistingum að öðru tagi eins og núna um helgina þá virðist vera auðveldara að halda sig á beinu brautinni. Og það þó að jákvæðar skammtíma afleiðingar séu gríðarmiklar. Kannski út af því að ég mikla svo fyrir mér neikvæðar langtíma afleiðingar (sem merkilega oft hafa líka eitthvað að gera með að klæða sig í buxurnar daginn eftir).
En kannski var helsta ástæðan fyrir að dúndurgóða bloggfærslan lifði ekki nóttina sú að í myrkinu í morgun lá það svo skýrt fyrir að málið snýst ekkert um freistingar heldur þolinmæði og vinnu. Og hafa skýr markmið.
Hmm.... æji freistingarnar eru miklu skemmtilegra umræðuefni.
En það má velta því fyrir sér hvenær ég hugsa til dæmis svona: Ok, nú fer ég og skokka 3 km (mér finnst leiðinlegt að skokka inni) og lyfti einhverju þungu amk 5x í viku og eftir 3 mánuði munu buxurnar mína vera víðar og góðar plús að ég kemst upp á Hverfjell án þess að andast á leiðinni.
Það skeður nú ekki voðalega oft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorrablótsskýrsla
22.1.2007 | 21:37
Jújú, mín fór á þorrablót um helgina, þökk sé Bergþóru eiginlega. Ég er nú alin upp við svona skemmtanir niðri í Hverfi og þessi gaf þeim ekkert eftir.
Sumt er ólíkt því sem ég á að venjast. Til dæmis skilst mér að það sé nánast slegist um að komast í þorrablótsnefnd hér í sveit. Heima liggur við að fólk flytist búferlum til að komast undan þeirri pínu. En það er kannski fyrirkomulagið á vali á nefndinni sem hefur áhrif á það. Heima er hver maður eða kona í áhættuhóp fyrir þorrablótsnefndarsetu. Hérna eru það kvenfélagskonur sem skipta þessu með sér (og draga svo kallana sína, nauðuga viljuga, með sér). Svo er nefndin svo fjölmenn! Kannski til að geta myndað almennilegan kór?
En alla vega...
Skemmtiatriðin voru bara alveg ágæt. Ég gat hlegið að flestum atriðunum, meira að sumum en öðrum. Söngurinn var líka alveg til fyrirmyndar, kostur er að hafa kyrjað þessi helstu lög svo oft að ég kann þau utanbókar og get því einbeitt mér að því að framleiða eins mikil hljóð og ég vil.
Svo byrjaði ballið. Hljómsveitin hafði greinilega legið í æfingum síðan á Slægjuballinu því að hún hafði tekið stórstígum framförum. Dansgólfið var nánast stappað allan tímann svo maður þurfti lítið að hafa fyrir dansinum.
Og talandi um dans:
Ég fékk hrós fyrir danshæfileika frá Hrútaspilsmanninum. Enda er auðvelt að dansa vel við einhvern sem dansar eins vel og hann. Sérstaklega ánægjulegt var þó hvað ég fékk mörg tækifæri til að dansa við manninn. Bróðir hans viðraði reyndar þá skoðun að hann gæti fátt annað en ég hef grun um að hún hafi verið sprottin af annarlegum rótum. Það er auðvitað súrt þegar stóri bróðir kemur og bara tekur dótið manns, sérstaklega þegar hann er varla að reyna (og græðir ekkert á því sjálfur). En svona eru þessi stóru systkyni, algerlega óþolandi! Mér finnst bróðirinn hefði bara átt að passa dótið sitt betur, þá hefði niðurstaðan kannski verið önnur.
En öll böll taka enda og líka þetta. Ég ætlaði bara að rölta fyrir hornið og sofa þar. En ég var svo ljónheppin að Steina Ósk, skáfrænka, bauð mér far heim. Og þar sem sitt eigið rúm er miklu betra en landvarðarúm ákvað ég að slá til. Oh, það var sko satt! Svo ég sofnaði ferlega ánægð með mig og mitt framlag til Þorrablóts Mývetninga 2007.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þorrablót í Mýv
22.1.2007 | 12:59
Færslan kemur seinna, hef ekki tíma núna, en það var gaman
Og svo kom sólin út...
19.1.2007 | 13:45
Skemmtilegri ísnálamynd:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísnálar
19.1.2007 | 12:50
Eftir að ég fumblaði á suvival á þriðjudaginn og sendi eina afkvæmi mitt út í 20 gráðu frost sá ég nauðsyn þess að versla hitamæli (+5 á tjékkið). Hitamælirinn var settur upp í gærkvöldi og sýndi - 12°c þegar ég fór að sofa.
Annað sem ég gerði í gær var að fara í klippingu. Ég hafði fyrir því að skoppast í bakaríið áður en kom að henni og fjárfesta í snúð til að múta maganum með. Svo nennti ég ekki að borða snúðinn en fékk mér da Vinci Kaffi í staðinn. Svo þannig fór að ég kroppaði í smá kex kl hálf tvö en náði svo ekki að borða meira fyrr en heim var komið. En þá var mallinn alveg kominn í baklás og náði ég varla að sleikja fýluna úr honum fyrr en um 11 leitið þegar ég lét undan og fékk mér flóaða mjólk. Þá mátti ég náðansamlegast sofna.
En í dag hefur allt gengið ágætilega. Frostið var í tæpum 8 gráðum, snjókoma og þessar laglegu ísnálar á öllum sköpuðum hlutum. En þær fara ekkert í taugarnar á mér, nú þegar ég er búin að læra á að láta bílinn bræða af sér áður en lagt er af stað. Ekki ökönómíst en mmm þægilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frostið í gær
17.1.2007 | 15:03
Ó já það var sko almennilega kalt í gær. Fór niður í -24°c! Ég kól næstum á nefinu á leiðinni heim og það heyrðist í gallanum eins og hann væri úr plasti. En það var hlýtt og notalegt heima þó að það væri svolítið svalt í þurrkherberginu.
Hérna má sjá frostið reyna að þrengja sér inn í Mývatnsstofu:
Bloggar | Breytt 19.1.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bættur malli
16.1.2007 | 09:38
Ég er núna full bjartsýni á að mallinn sé að ná sér. Þá verður kannski extra orka til að blogga. ég var alla vega dugleg í gær og verð vonandi líka dugleg í dag.
Það er að segja ef ég frýs ekki föst einhvers staðar. Það mældist - 18 °c meðalkuldi á Neslandatanganum í morgun og neðsta gildi var um - 20 °c. *hrollur*
Mallinn minn!!
11.1.2007 | 13:21
Það virðist vera að þema ársins 2007 sé innantökur. Alla vega hingað til.
Hrafnkell og Edda byrjuðu árið með ælupest og Valdís hefur verið frekar græn seinustu daga. Ég fór sjálf að finna fyrir gömlum fjanda seinni part sunnudags.
Þá var mallinn á mér greinilega búinn að fá nóg af kökum, nammi, reyktum mat og snakki! Sérstaklega í svona miklu magni. (Eða þá hann saknaði þeirra svona mikið eftir jólin? Ég var nú búin að trappa mig töluvert niður fyrir þrettándann).
Síðan hefur mér verið kalt, óglatt og illt í maganum. Svo er ég máttlaus og ákaflega syfjuð. Og heyri stanslaust garnagaul þegar maginn er að prófa nýja hreyfingu upp á grín.
Helv*& magakrampi!!
Ástandið er þó heldur skárra í dag en það var í gær, held ég. Galdurinn er víst að verða ekki mjög svöng og láta ekki undan lönguninni í mat á borð við rækjusalat á ritzkexi eða ídýfu með saltstöngum (sem virðist á undarlegan hátt fylgja svona magaköstum hjá mér).
En ég hlýt að hressast brátt, þetta er svo leiðinlegt ástand!