Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Inn í 21. öldina

Það er merkilegt hvað kona getur afrekað þegar hún hefur hæfilega góða gulrót... eða bara orðin nægilega leið á sjálfskapaðri einangrun. Það er nefnilega spurningin... var það jákvæð eða neikvæð umbun sem fékk mig til að hringja í Skýrr til að græja net heim... loksins?

Hmm... skiftir ekki máli í raun en áhugaverð pæling.

Svo er það bara spurning hvað það tekur langan tíma að draga Lynghraunið inn í 21 öldina.

Þá verður kátt í höllinni minni. Loksins tækifæri til þess að semja djúpar og kjarnyrtar greinar á bloggið (svona eins og þær sem ég samdi á gamla blogginu mínu  þegar ég var með netsamband heima *tíst*). Svo get ég loksins einbeitt mér að því að semja ævintýri fyrir stuttlungana og bara misst mig í að skoða þessar og hinar æsandi síður, ss d20 og wizards. Devil

Ég verð bara að finna góða leið til að leyna Magna Stein þessari nýung á heimilið. Ég held að það takist í svona...10 mínútur. Eftir það verður það víst að vera svakalegu uppeldishæfileikarnir mínir sem bjarga barninu frá netfíkn. Ja, eða það að taka Dellu með mér í vinnuna.

 


Tíminn flýgur

Ójá, önnur vika flogin hjá!

Verð greinilega að taka fjarskiptamálin í gegn því að þegar eitthvað skeður, fleira en að sofa, vinna, borða, þá hef ég ekki tíma né nennu að blogga þar sem ég kemst í net.

Svo er ég aftur að fatta kostina við að notast við MSN af einhverjum ástæðum. Whistling

Það sem helst skeði í seinustu viku var:

Fundur fyrir sunnan á miðviku- og fimmtudag. Fínn fundur og ennþá fínni matur á miðvikudagskvöldið.

Við fórum nefnilega á Food and Fun á Sjávarréttakjallaranum og fengum alveg ægilega góða 7 rétta máltíð! Ekkert val en með hverjum rétti fylgdi munnleg útlistun á innhaldinu sem var mjög skemmtilegt!

Svo gisti ég hjá Eddu frænku sem var notalegt að venju. Það var gaman að sjá allar breytingarnar hjá henni, vígja svefnsófann og sjá að hún sé að hressast.

Það var Kósíkvöld hjá okkur mæðginum plús Helga James félaga á föstudagskvöldið. Pitsa og mynd. Smá mútur reyndar frá mér fyrir fundarsetuna og þá staðreynd að ég hafði lofað mér í gærkvöldi og Magni neyddist til að leggjast upp á gamla settið eins og svo oft áður. Helgi James gisti svo um nóttina og þeir félagar léku sér þangað til að farið var niður eftir í gær. Mikil hamingja á alla bóga.

Annað sem skeði á föstudaginn var að ég fékk sendingu úr Frumskóginum. Þar barst mér; Book of Clouds sem fjallar um ský (skrítið), Hinn óþægilegi sannleikur e. Al Gore, Næsta Kynslóð e. Hickman og Weis, Frostburn sem fjallar um kulda, Cold Feet season 2 og 3 og Northen Exp. season 1. Mikil hamingja! Happy

Í gær var annars konar kósíkvöld svo núna er ég búin að borða úrvalsmat 4 kvöld í röð.


Hvernig væri að blogga smá?!

Það er svo merkilegt með þetta blogg-dæmi að þegar það er nánast ekkert að ske, þá renna bloggfærslurnar frá manni eins og heitar lummur, en þegar það er nóg að segja frá, þá má maður ekki vera að því að blogga.

Það er allavega afsökunin mín fyrir seinustu viku.

Virku dagarnir voru nú nokkuð venjulegir. Hangið svolítið meira í símanum en í meðalviku en ekkert svo. Ég fór reyndar á málþing á miðvikudaginn.

Helgin byrjaði með góðum kvöldmat og ennþá betri eftirmat. Joyful

Á laugadaginn var ægilega gott veður svo að frændurnir fóru með foreldra sína í sund. Magni reyndi við heimsmetið í "flestum ferðum í vatnsrennibraut í einni sundferð" en Hrafnkell virti litlu rennibrautina fyrir sér og ákvað að það væri örugglega skynsamara að fara niður í barnalaugina annars staðar. En þessir þrjósku foreldrar plötuðu hann til að prófa og hún var ekki svo slæm, svona eftir á.

Svo fórum við öll á Plaza, nýjan veitingastað sem er þar sem Pizza67 var. Þar hittum við kvefaða foreldra vora og fengum okkur alveg ágætis mat með þeim.

Eftir það var Magni sendur með greyjunum heim og við hin fórum í Aðalstrætið til að undirbúa okkur fyrir spilakvöld.

Trigger var að stjórna og tókst bara ágætlega upp. Mikið action og hann hafði af að nánast þurrka út hópinn á einum stað. Guði sé lof að við leyfum að persónurnar séu séðari en spilararnir og muni eftir að lappa upp á sig jafnóðum Wink

Spilið dróst fram á morgun. Langt síðan slíkt hefur gerst en það er ákveðinn gæðastimpill á kvöldið. Hins vegar var ég með nokkrar svefn-klst í mínus þegar komið var að spilaborðinu svo að tíminn frá 2-5 var ansi erfiður. En þá hafði ég náð nægum dúrum til að endast til kl 7 þegar ég og rúmið mitt hittumst. En ég gat samt alveg fylgst með!! Svona eiginlega alltaf!! Ég var sko ekki alveg sofandi, bara að hvíla augun! Tounge


Bissy helgi

Það verður seint hægt að segja að ég hafi ekki gert neitt um þessa helgi!

Það sem fyrir lá áður en hún hófst var vinnuheimsókn sjálfboðaliðaforingjans á föstudag til laugadags og svo þorrablót Reykhverfunga á laugadagskvöldið. Þar ætlaði ég að skemmta mér með fjölskyldunni, dansa smá og svo fara heim til mömmu og pabba. Bara alveg eins og ég hef gert á öllum þorrablótum síðan ég var 14.

Þá gerði ég ekki ráð fyrir skopskyni örlaganornanna. Blush

Við Chas vorum söm við okkur og töluðu hvort annað nánast í svefn. Bara hálfan bjór í viðbót og ég er viss um að við hefðum sofið í einni hrúgu á svefnsófanum (á platónskan, órómantískan hátt Halo). Ég var svo rétt búin að festa svefn þegar ég fékk afskaplega óvænt sms. Í staðin fyrir að segja manninum að eiga sig þá freistaðist ég til að svara kurteisislega og þá tók við klst langt session sem gerði ekkert fyrir ferskleikann daginn eftir.

Á laugadagsmorgun klifum við Chas á Fjellið og Skútustaðagígana áður en hann brunaði suður og ég heim í Heiðardalinn.

Dagurinn fór svo allur í að greina ættingjum mínum frá því hvað ég væri ægilega þreytt og syfjuð. En eftir góða sturtu og smá fegurðablund var mín orðin helvíti hress.

Kannski aðeins of hress því að guðaveigarnar runnu kannski aðeins of greiðlega niður í maga og svo út í æðakerfið. Þannig að ég get eiginlega þakkað kærlega fyrir að Hollendingurinn dansandi shanghæjaði mig heim á mettíma. Þá slúðrar fólk að minnsta kosti bara um hvar ég svaf frekar en hve ógeðslega drukkin ég var. Sick

Ég veit ekki hvort hann hafi verið jafn lukkulegur með fenginn. Mér dettur margt meira heillandi í hug en ég var á laugardagsnóttina. En hann hjúkraði mér möglunarlaust til nokkurar heilsu áður en hann skilaði mér til föðurhúsanna. Alveg ægilega indæll í alla staði. Joyful

Ég var því helst fegin að ég fékk enga heimsókn í gærkvöldi eins og hugsanlega hefði getað skeð. Því að ég og rúmið mitt vorum eitt upp úr 9. Oh hvað það var gott!!

 


Dugleg!

Jamm, ég er loksins búin að vera dugleg og jafnvel allt að því húsleg!

Kannski er það hin rísandi sól, kannski bara hamingjan yfir því að vera laus við hausverk úr neðra sem lagði mig flata í seinustu viku.

Á fimmtudaginn fórum við Magni á Eyrina og versluðum skíði og með því. Ég verslaði líka náttborð og rúmföt í dyngjuna.

Svo lagðist ég í eymd og vesæld fram á laugadag Sick.

En á sunnudagskvöldið skrúfaði ég náttborðin saman og í gær setti ég nýþvegin rúmfötin á rúmið. Ásamt því að þrífa húsið almennilega.

Svo að í gærkvöldið var herbergið mitt loksins orðið almennilega sætt, eldhúsið alveg yndislega hreint (meira að segja ávextir í skál á matarborðinu), gaukarnir í hreinu búri og þvotturinn samanbrotinn.

Í þessu ástandi sat ég svo og horfði á "Dead Like Me" (algerlega frábærir þættir, þessi Mason umhumhumm Kissing). Skrifaði blogg og tölvupósta. Bloggið fór reyndar fyrir lítið þegar ég (orðin þreytt, ok það reynir á að húsmæðast) vistaði í vitlausa átt; þeas af minnispennanum í tölvuna Gasp, en tölvupóstarnir sluppu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband