Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Minnir á eitthvað?

Reyndar enginn ofsaakstur í þessu tilfelli eins og munaði mjóu hjá systur vorri.
mbl.is Brunað eftir hraðbraut í hjólastól á 80 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pæluvargur

Sumarið er svo sannarlega komið við Mývatn!

Það hefur verið þvílíkt heitt og gott veður seinustu daga og vatnið hefur þvílíkt staðið undir nafni. Í fyrra var víst frekar slæmt fluguár (eða gott eftir því hvernig litið er á það) en núna virðist stefna í gott fluguár. Þetta sést á því að það komu hjólför á veginn þegar Þorgeir fór að ljósmynda í morgun. Líka virðist vera að kvikna í jörðinni á vinsælustu flugustöðunum því að strókarnir líkjast helst reyk eða sandfoki. Og þar sem þetta er víst stóra toppfluga sem er svo mikið af, þá heyrist stanslaust suð hvar sem maður er.

Við svona aðstæður kemur sérstæði sveitunga minna vel í ljós. Amk þegar kemur að orðfærinu. Pæluvargur og vargskýla voru orð sem ég kunni ekki fyrir ári. Og ofurfleirtala á orðinu fluga var mér líka ókunn þá; ein fluga, margar flugur, ógeðslega mikil fluga.

En alltaf lærir maður eitthvað nýtt Wink


Vinnublogg

Já, ég er í vinnunni. Alveg svakaleg fyrirmynd og allt það.

Fór í sprengferð suður í gær. Á fund eins og fín manneskja! Skyldi fyrsta starfsmann sumarins einan eftir hjá Þorgeiri, fyrsta vinnudag sumarsins.

Það skeði mikið og margt á fundinum eins og æskilegt er á slíkum samkundum. Eitt af því sem kom fram var hvað sniðugt veðurbloggið hans Einars Sveinbjörnssonar væri fyrir Veðurstofuna. Þegar ég var að berjast við koddann í nótt (svo fj... heitt!!) fór ég að spá hvernig samsvarandi blogg væri frá einhverjum starfsmanni UST. Það væri reyndar af mörgu af taka; pælingar um hvernig yfirvöld í Nikaragúa tækju á þjóðgarðsmálum þar, afhverju þetta eða hitt E efnið væri bannað hér en ekki í Danmörku eða farið yfir hreindýralotto á austurlandi. Þetta mætti allt hengja á fréttir á mbl eða vísi.

Gallinn við slíkt blogg (eða fréttasíðu) væri sá að oft á tíðum þyrfti ansi sterkan penna til að gera greinarnar áhugverða fyrir aðra en matvælafræðinga, landverði eða veiðimenn.

Annars er yndislega heitt. Mætti samt vera minni ský og meiri sól og betra tækifæri til að vera úti í staðinn fyrir að vera hérna inni. Cool


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband