Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Blowing in the wind

Fyrsta skítaveður vetrarins stendur núna yfir.

Ég ætlaði að vera dugleg og vinna úti í dag en hætti við það þegar það byrjaði að rigna.

Svo jókst ofankoman smátt og smátt og fraus. Jesús kristur! Þvílíkt vatnsveður! Ég held að hálf ársúrkoma svæðisins hafi komið niður á seinustu 10 klst!

Og þetta fína rok með!

Annað sem er að frétta er að kláraði Harry Potter í gær, um miðnættið.Wizard

Fékk bókina lánaði hjá Valdísi á Föstudaginn. Hef dreymt Voldemort og eltingaleiki síðan. Gott ef ekki að ég hafi haft hausverk líka! Bókin stendur alveg undir væntingum. Ég verð að segja að ég dáist alveg af Rowling fyrir að halda út og láta plottið ganga upp.

Svo fórum við Magni í mat hjá sjálfboðaliðunum í kvöld. Indverskt karrí og ís og ávextir. Mér fannst maturinn góður og fólkið skemmtilegt en Magni var ekki alveg að fíla sig. Þessir útlendingar alltaf! Þegar ég sagði honum að við myndum fá "grænmetismat" sagði hann að hann hafi haldið að við værum hætt slíku, svona út af því að Jorrit væri í útlöndunum. Og stundi.

Og Bergþóra kom við, sem var alveg ágætt.

En núna bara verð ég að fara í rúmið því að svefninn hefur þurft að sitja á hakanum seinustu daga.


Vesenið á mér!

Jorrit er búinn að panta jólaflugmiðana þannig að nú get ég farið að telja niður.

Til þess að geta það ákvað ég að setja inn "niðurtalning til jóla" á síðuna. Það tókst nú ekki betur til en svo að þegar ég kom heim áðan var allt dottið út og síðan var eins og nýgerð.

Svo ég fór að vesenast og snúa öllu við. Og útkoman er svona: blátt og kalt.

Ég veit ekki hvort niðurtalningin hefur haldist inni. Það er kannski bara ágætt ef hún náist ekki inn á síðuna fyrr en eftir svona 6 vikur. Talan sem birtist er svo óbærilega há. Ég meina: 20 dagar búnir, 100 eftir. Úff Frown

Kannski snýst mér hugur á morgun.

Annars fór ég á Eyrina í gær til að ná í erfðaprinsinn.

Fór aðeins í Hagkaup fyrst og eyddi pening. Ég verslaði langþráða ryksugu á heimilið og svo Astrópíudiskinn sem er nú kyrfilega afritaður og stokkast núna fram og aftur í itunes.

Ryksugan hefur líka verið prófuð. Fjaðrafokið í stofunni er heldur minna og allar sængurnar eru núna loftlausar og pressaðar upp í skáp. Kannski ekki 75% minni en áður en amk 50% sem telur sko þegar maður kemst varla um svefnherbergið fyrir þeim! Tounge


Ammæli

Hann Hrafnkell Myrkvi snillingur er 2ja ára í dag. Ég reyndi að tala við hann áðan en hann vildi bara tala við átrúnaðargoðið sitt hann Dadda Dein.

Til hamingu pjakkur!!


"Ja, við hittumst allavega ekki á krá"

Fór á hina stórgóðu mynd Astrópíu í gær með Valdísi systir.

Það var alveg æðisleg tilfinning fyrir mig, hlutverkaspilafríkið, að horfa á þessa mynd. Þarna var söguþráður sem ég gat algerlega fílað mig inn í. Ég hef nefnilega staðið í Nexus og séð afgreiðslumennina missa sig í yfir nærveru minni þar. Og séð pirruðu augnatillitin frá fastakúnnunum sem voru ekki með þetta sérstaka eitthvað (brjóst og sítt hár).

Og þessi myndasögu-klippingar komu afskaplega vel út að mínu mati og endirinn var alveg hæfilega sýrður.

Ég hef nefnilega verið í ófáum svona roleplaying partíum og ég veit að nördar eru ekki eins friðsamir og haldið er Devil


25 m/s

Það er búið að vera hressilegt veður hér í dag. Það er ekki oft sem að öldurnar á vatninu hætta að stækka og byrja að fletjast út en það skeði um hádegisbilið í dag.

Gönguhópurinn sem settist inn á okkur til að borða nestið sitt var allur grár, þaes þar sem fólk hafði svitnað.

Ég sleppti að fara í bíó. Er ekki alveg tilbúin að hætta lífinu fyrir bíóferð. En ætla að fara á morgun.

En það eru kostir og gallar við allt. Ég hef þá bara meiri tíma til að leika mér með nýja dótið mitt. Er búin að ná mér í itunes, msn og skype.

Þá er bara spurning um hvort einhver nenni að tala við mig eða hvort ég nenni að tala við einhvern? Tounge


Blástakkur mættur!

Blástakkur Dell mætti núna í hádeginu. Nú verðum við að fá tækifæri á að kynnast en verst hvað vinnan flækist fyrir Wink

Þarf að skreppa upp á Leirhnjúk en svo ...


Ferð í Kaupstaðinn

Það er alltaf alveg ótrúlegt hvað mannlífið róast fljótt hérna við vatnið þegar haustar. Og núna eru alveg 9 mánuðir þangað til að æsingurinn byrjar á ný!!

Úff, ég vona að ég verði löngu flogin þá!

Við Steini stuð fórum á Eyrina í gær. Keyptum ritvinnslukerfi fyrir nýju græjuna og fórum í bíó. Mig langaði til að fara á Astropíu en barnið vildi fara á rottumyndina (ratta-eitthvað). Og það var alveg sama hvað ég reyndi að segja honum að rottur væru ógeðslegar og það væru alveg geislasverð í hinni myndinni, hann lét sig ekki! Meira að segja dugði plakattið fyrir utan bíóið ekki.

Svo við fórum á rottu-myndina. Hún var alveg ágæt og aðalsöguhetjan ekkert ógeðsleg þó ættingjar hennar voru það á stundum.

Mig langar samt á Astropíu!!

Svo versluðum við smá í Bókvali.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband