Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Sjálfskaparvíti
24.5.2008 | 23:56
Ef hann Magni Steinn minnist á það hálfu orði næstu 3 vikurnar að honum vanti meira dót mun ég örugglega missa mig!
Dagurinn hefur farið í það að pakka niður endalausu magni af lego, playmó, bókum og öðru dóti.
Jesús Kristur hvaðan fékk barnið allt þetta drasl??
Og svo þjáist hann af of nískri mömmu eða svo segir hann...
Restin af húsinu hlýtur að vera lautarferð eftir þessi skemmtilegheit.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kona veiðimannsins
17.5.2008 | 22:36
Úff, hvað ég er þreytt í dag. Samt var mitt hlutverk í gær eiginlega að vera sæt og segja já á réttri stundu. Það voru hinir sem þræluðu og veseniðust í kringum mig á meðan ég beið eftir að eyelinerinn þornaði.
Merkilegt nokk var barasta fínt veður í gær, sól og hlýtt. Sem var afskaplega heppilegt fyrir mig þar sem það fer ekki saman að vera sæt og vera í hlýjum fötum.
Athöfnin hjá Sýslumanni var afskaplega fín og indæl. Ég vissi ekki hve miklum hátíðleika mætti búast við. Kannski myndi fulltrúinn horfa á okkur undrunar augum og spurja af hverju við værum svona fínt klædd? En þetta var bara alveg ágætt. Magni var settur sérlegur hringaberi og leysti þá ábyrgð með sóma, enda með reyslu.
Svo var haldið í myndatöku vítt og breytt um Húsavík. Fyrsta stopp var við stífluna í Búðaránni. Besta myndin þar náðist þegar Magna tókst næstum að ýta Jorrit í ánna. Eftir það var haldið út á bryggju þar sem fýlarnir reyndu að sannfæra okkur um að þeir ættu alveg skilið brauð. Svo var það garðurinn við Safnahúsið og svo inn á stofu.
Við sluppum ekki út fyrr en rúmlega 7 (eftir 2 og hálfan tíma) og ekki mínútu of snemma að mati Magna.
Matarboðið tókst afskaplega vel. Maturinn var afskaplega góður og félagskapurinn ekki síðri. Auðvitað var dönsku fjölskyldunnar sárt saknað en Edda náði samt að skála með okkur í gegnum síma.
Við fengum góðar gjafir sem eiga eftir að koma sér vel og margar yndislegar kveðjur sem ég þakka fyrir.
Ég hef ekki náð að verða mér út um myndir en það eru nokkrar góðar á síðunni hans pabba
Erum við ekki sæt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alveg ofboðslega margt
13.5.2008 | 22:22
Það er búið að vera hellingur að ske seinustu daga, mest af því eitthvað sem ætti alveg skilið sína eigin færslu en svona er þetta stundum.
Ég brenndi suður á fimmtudaginn til að sækja Jorrit. Ég hafði leigt kofa í Keflavík og var bara á góðum tíma þangað þegar merkingakerfi Reykjavíkurborgar náði mér. Hvað hjálpar það manni að vita hvert skuli begja eftir að maður hefur beygt? Jú nema til að vita að maður er á kolvitlausri leið... Sem sagt að ég tók löngu leiðina til Keflavíkur og ég var farin að halda að ég væri dæmd til að ráfa stefnulaust um Breiðholtið til eilífðarnóns.
En þetta hafðist að lokum og ég brunað eftir upplýstri og merkjaprýddri Reykjanesbraut og sá enn og einu sinni hve skortur á grunnþekkingu í eðlisfræði er útbreiddur meðal höfuðborgarbúa. Svona um hluti eins og tregðu.
Kofinn var ágætur, svona eins og trétjald eignlega.
Jorrit var sóttur og við útréttuðum í höfuðstaðnum áður en við lögðum í hann. Leiðin lá í Hrútafjörðinn þar sem hvorugt okkar treystum okkur (Jorrit) lengra. Sem betur fer þar sem það var alveg nóg að lúsast yfir eina slabbaða heiði á sumardekkjunum.
Staðarskálinn var bara fínn, betur einangraður og veglegri en kofinn. Hinir djammandi bæjarstjórar voru líka til friðs, sem var léttir.
Á laugardaginn höfðum við okkur til Akureyrar þar sem Tryggvi tók við Jorrit og fór með hann í Heiðardalinn og videre. Valdís klófesti mig.
Mér var afhent einkennilegt höfuðfat og svo var frænkum og systur safnað saman. Stefnan var tekin á Hauganes og þar var skoðuð bjórverksmiða Kalda. Alveg agalega gaman og hápunkturinn var þegar Rúni Júl sjálfur söng, með aðstoð konunnar sinnar, "Þú ein" fyrir mig. Það var alveg æðislegt vægast sagt. Þau hjónakornin voru víst í ferðalagi til Dalvíkur og höfðu beðið um að skoða verksmiðjuna.
Eftir bjórsmakkið, fræðsluna og sönginn var farið á Eyrina aftur og á Dominós á Pitsuveiðar. Ég fattaði fljótlega að það var einn staður í Kalda sem ég gleymdi að skoða svo að það var pínu erfitt að bíða eftir pitsunni. En það hafðist allt saman og loks komumst við heim til Valdísar. Ég hafði pantað frekar sterka pitsu en þegar kassinn var opnaður kom í ljós jalapeno-fjall. Ómægod, ég svitna enn við tilhugsina.
Sem betur fer hafði systir mín skipulagt ferð í heitan pott svo ég gat jafnað mig á matnum. Líka mjög fínt...
Þegar enn var heim komið mætti ung en sterk stúlka, með tvo stóra pappakassa fulla af fullorðins leikföngum. Þar sem Valdís býr á 4 hæð verð ég að dást af konunni fyrir dugnaðinn. Við fengum að skoða græjurnar og þetta var hið fróðlegasta spjall. Einnig fengum við til eignar sölulista frá einum framleiðandanum og hann reyndist mikil skemmtun. Ef einhver vill upplifa sakleysi sitt þá mæli með að fletta í gegnum einn slíkan. Sakleysið verður reyndar horfið á harðaspretti en þú finnur fyrir því hverfa. Það sem fólki dettur í hug!
Kvöldið endaði á því að Ragna keyrði Pony í Teiginn innanborðs.
Ég bara verð að lýsa ánægju mína með kvöldið. Ég skemmti mér konunglega
Mér varð reyndar hugsað til Danmerkurfarans sem hefði sómt sér í hópnum en við verðum bara að eiga það inni...
Við Jorrit og Magni komum svo heim á Hvítasunnudag með stoppi í Máskoti. Jóa bauð okkur með sér í mat sem við þáðum með þökkum.
Annar í Hvítasunnu var alveg æðislegur. Við fórum í sund og ég brann smá á bringunni. Ég fer bráðum að ná í heilt sett af vægum sólbrunum. Kannski væri ekki vitlaust að pæla í sólarvörn.
Í dag brunuðum við Jorrit niður á Víkina og skiluðum inn vottorðum fyrir föstudaginn. Á leiðinni heilsuðum við upp á hina og þessa og Dimma sannaði að hún er ekki með gullfiskaminni. Hennar heilsa til Jorrit var hunda útgáfan af "Sæll og blessaður, langt síðan ég hef séð þig"!! Agalega sætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sumar nr 1 og sól
7.5.2008 | 22:54
Það er búið að vera snilldarveður í Mývatnssveitinni seinustu daga. Miðað við spánna er þetta sumar nr 1 og því líkur um helgina. Vonandi verður ekki langt í sumar nr 2.
Það er búið að vera fullt að gera í vorverkum og stóradags verkum. Ég ætla að smella inn einni mynd sem Bergþóra, nýji Landvörður Mývatns, tók af moi eftir smá moksturtörn við Leirhnjúk á mánudaginn. Það gengur ekki að láta túrhestana öklabrjóta sig á göngustígunum!
Nb. ég náði að sólbrenna smá bæði á mánudaginn (bakinu) og í dag (andlitinu)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)