Veður, dýralíf og annað
1.4.2008 | 22:44
Snjór út um allt. Nýr snjór sem er últra hvítur (eða últra ljós blár eins og myndavélin heldur fram) og það er búin að vera miskunnarlaus sól seinustu tvo daga. Úff hvað er erfitt að koma inn úr þessari birtu! Kannski er sniðugt að endurnýja í sólgleraugnabyrgðunum.
Annars er ég ekki að kvarta, alls ekki! Betra er sól og snjór heldur en bara snjór eins og það var á sunnudaginn.
Við Þorgeir fengum heimsókn í dag. Smiðirnir á staðnum höfðu fundið skrítna flugu á verkstæðinu sínu og vildu fá tegundagreiningu. Við skoðuðu fyrirbærið og skaut ég á að það væri svokölluð trjávespa. Þegar við skoðuðum google og wikipediuna þá sýndist okkur að það væri nálægt lagi.
Hérna er mynd af svipaðri flugu:
Annars er Jorrit búinn að panta flug til landsins um miðjan maí mánuð svo tími dagsetninganna fer líklega að renna upp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara fyrir Eddu Rós!
28.3.2008 | 19:01
Ég er svo löt þessa dagana að það er engin hemja. Það er alltaf kalt og vetur og hver nennir að róta sér í svoleiðis?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Krass, búnk, bang!!
17.3.2008 | 17:47
Það hefur verið agalega fínt veður hérna seinustu daga. Sól og logn og frosts. Vegna þess hvað sólin er orðin hátt á lofti er nú hægt að sjá almennilega dagsveiflu í hitamælingum -10 til +2 til -15 frá morgni til kvölds. Inni er það auðvitað 23 til 35 til 23 (allt í plús) og menn ganga um berir niður í beltisstað.
Öll þessi sól hefur vakið upp einhverja sumardrauma í sumum því drengurinn í næsta húsi náði að skjóta gólfkúlu yfir húsið sitt og í einn af gluggunum á stofunni minni. Ytra glerið er nú með all glæsilegu gati og það sér smá á innra glerinu. Ég þakka bara kærlega fyrir að kúlan hafði sig ekki inn á gólf. Ég býst sko við almennilegu Mývesku frosti í kvöld. Það verður nægilega kalt að hafa einfalt gler.
Magni er að gera tilraunir. Hann setti góðan slatta af soyjabaunir í bleyti í gær og dreyfði þeim svo á undirskálar. Nú á að kanna áhrif vatns á spírun. Ég vona bara að baunirnar séu ekki forsoðnar eða eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sól, sól skín á mig...
28.2.2008 | 17:56
Nú getur farið að vora því í dag var fyrsti dagurinn á árinu sem sólin skein inn um eldhúsgluggana hjá mér. Það gerði hún í um 15 mínútur og dugði það til þess að hækka hitann þar um svona 10 °c og fá mig til að óska eftir skýi.
En nú verð ég að búa mig undir breytta tíma. Verð að færa fuglana, þurrka oftar af og kveikja á viftunni.
Þetta er nú samt þess virði því núna hlýtur að fara að vora, ég bara finn það á mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað eru mörg hjól á strætisvagni?
13.2.2008 | 21:11
Þetta var spurning í stærðfræðihefti Magna Steins í dag.
Sniðugt að hafa fleiri, fleiri blaðsíður um strætóferðir í stærðfræðihefti sem lagt er fyrir hóp af 8-9 ára börnum sem fæst hafa í strætó komið. En samt í rauninni gott þegar það kemur að þessari spurningu því það er séns að börnin flæki síður fyrir sér svarið. En Magni Strætófari þurfti að spurja mig enda veit hann alveg að það séu til ýmsar gerðir strætóum. Hvaða svar væri æskilegast? Venjulegur 4? Eða kannski tvöfaldur 8? eða kannski 6? Við ákváðum að svara bara 4. Enda var talan bara svona grunnur fyrir spurningar eins og "Hvað eru mörg hjól á 3 strætisvögnum?"
En kannski fjallar næsta hefti um landbúnað eða ferðir skólabíla? Svona eitthvað sem börnin hér geta fundið sig í.
En að öðru:
Ég fór á pósthúsið í dag. Var reyndar að leita að símanum mínum (önnur saga og lengri, seinna ef ég nenni). Þar var hellings póstur sem fór næstum allur beint í ruslið. En þar var líka lítill miði um að ég ætti pakka frá Brandararíkjunum. Hérna má sjá það sem var í honum:
Það sem næst ekki vel á mynd er að Valentínus (sem hann heitir núna) er alveg agalega mjúkur og alveg yndisleg lykt af honum. Hann sat nefnilega á nammifjalli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ár og dagur
11.2.2008 | 20:49
Já, einmitt!!
Svo merkilegt sem það er þá er ár og dagur síðan ég asnaðist til að mæta á þorrablót seinast. Og það dró svo sannarlega dilk á eftir sér. Því þar var Jorrit, alveg tilbúinn til að bjarga konu í sjálfsköpuðum vandræðum. Sem betur fer höfum við ekki gert það að vana síðan, hann að bjarga mér also, en þetta eina skipti var alveg nóg fyrir mig. Hef ekki losnað við manninn síðan, enda hefur mér ekki langað til þess.
Ég vona bara að við verðum heldur nær hvort öðru á næsta afmæli.
En hér er fín mynd af sönnunargagni A:
Sko, mér var bara ekki undankomu auðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Öskudagur
6.2.2008 | 21:19
Það var haldið hátíðlega upp á öskudaginn hér um slóðir. Það var skólaball í gær þar sem allir mættu prúðbúnir og var víst mikið fjör.
Svo gengu þeir sömu í fyrirtækin hérna í þorpinu og sungu. Og ég get sagt ykkur að ALLIR sungu. Líka töffararnir í 10. bekk. Þorgeir fékk meira að segja 1 lag sérstakleg fyrir sig frá stelpunum sem voru í 1 bekk þegar hann var húsvörður.
Magni, sem er alltaf svo góður við mömmu sína, sagði við mig í gærkvöldi: "Mamma, þú mátt eiga karamellurnar" vitandi það að mér finnst svoleiðis best en honum verst. Og þegar ég spurði hann í kvöld hvað hafi verið skemmtilegast sagði hann lágt: "Að koma til þín í vinnuna".
Þetta var ágætur dagur og það sem toppaði hann (fyrir utan sonur minn) var þegar konurnar í Sparisjóðnum hringdu í okkur (Þorgeir) og skömmuðu hann fyrir að etja næstum-stæstu strákunum í að syngja alveg agalega dónalegan söng. Þeir hofðu nefnilega komið til okkar fyrst með þessa þvílíka sóðalegu vísu (um Saddam og fjsk sungna eftir Gamla Nóa). Þegar þeir höfðu lokið sér af spurði Þorgeir í forundran (svona hálfvegis) hvort þeir hefðu sungið þetta fyrir áðurnefndar konur. Við héldum að þeir hefðu farið þangað fyrst. Drengirnir voru greinilega með smávæginlega heyrnarskerðingu og tóku þetta sem beiðni um endurflutning uppfrá. Úbs
Og svo náttúrlega þegar einn söng hálft "Blessuð vertu sveitin mín" fyrir að vera of seinn. Það var náttúrlega glæsilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Your Amazon.co.uk order has dispatched
26.1.2008 | 13:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Latur vindur
19.1.2008 | 18:40
Jæja, hérna sitjum við mæðgur við eldhúsborðið í Teignum og fiktum í tölvunum okkar. Sniðugt svona þráðlaust net!
Við mæðginin fórum semsagt niður í Hverfi í gær. Hugmyndin var að fara á Húsavík í apótek en þegar komið var í foreldrahúsin var tekin ákvörðun um að gera hlé á ferðalaginu vegna veðurs. Þá var ástandið slíkt að snjókornin voru hætt að falla til jarðar heldur ferðuðust lárétt frá norðurs til suðurs. Og það var svona Diskheimskur vindur, þessi lati.
Í morgun heyrði ég son minn skamma foreldra mína fyrir eigingirni. Þau eru nefnilega búin að panta sér ferð suður á bóginn og ætla EKKI að taka hann og Hrafnkel með! Honum finnst nefnilega að þar sem þau foru til Marmaris seinasta sumar alein, sé kominn tími að taka aðalmennina með. En hann æsti sig ekkert mikið. Núna eru afarnir nefnilega að klára aðra Indiana Jones mynd dagsins og þeir eru búnir að standa í þyrlusamsetningu í millitíðinni. Nóg að gera.
Annars bíðum við eftir vonda veðrinu sem spáð var í kvöld. Það snjóaði áðan og kom smá vindur en ekkert spennandi ennþá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn tími til að tengja...
14.1.2008 | 22:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)