Rómantík
15.4.2007 | 20:28
Það svífur rómantík yfir vötnum heima hjá mér þessa dagana!
Við mannfólkið erum svona eins og búast má við, miðað við aldur og fyrri störf. En hinir fiðruðu sambýlingar mínir eru nú aldeilis að taka vorinu fagnandi. Knúsandi og kyssandi hvort annað, kallinn ber fóður í kelluna (plokkar fræ af nammistönginni og tekur 1 skref til hliðar til að láta hana fá. Ekki mikið afrek en fugl verður að notast við það sem hann hefur) og kellan tók upp á því um daginn að rífa sandpappírinn í hengla sem á víst að vera einhver hreiðurgerðarpæling.
Þeim finnst örugglega verst að það húsnæðið býður ekki upp á ungauppeldi. Gárar vilja víst gera sér hreiður í holu en ekki í sandinum á botninum á búrinu eins og einhverjir ódannaðir sjófuglar!
Ég er efins um visku þess að bæta við í páfagaukafjölskylduna* en Jorrit finnst það vera fuglréttindi að fá verpa eggjum. Ég hef ekki einu sinni dottið í hug að ræða málið við son minn!
*skrifaði páfuglafjölskylduna, að hluta vegna óskhyggju gárakallsins sem vill vera með meira bling, að hluta til vegna þess að ég var ítrekað trufluð við skriftirnar!
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.4.2007 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Besta að halda áfram að...
13.4.2007 | 10:47
baða sig ljóma annarra
En þetta er víst systir mín. Og ég sem hafði svo miklar áhyggjur þegar hún var yngri af því hvað hún líktist pabba. Það lúkk hefur reyndar rjáttlast af henni fyrir löngu.
Pabbi sagði að hún væri svona að dunda sér í þessu en það nægir greinilega til árangurs.
Fegurð hefur reyndar verið regla frekar en undantekning í okkar ætt, eða það finnst okkur og jafnvel öðrum líka.
En til hamingju Fanney Lára!!
Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vorverk(ir)
12.4.2007 | 21:32
Ég dugnaðist til þess í dag að skipta um pott á havaí-rósinni minni. Hún hefur vaxið alveg helling eftir að hún ákvað að koma aftur úr landi hinna dauðu plantna. Hún átti nefnilega svona hálft blað eftir í byrjun febrúar en er núna komin með amk 10! Þegar planta hefur stækkað svona mikið á 2 mánuðum er greinilega kominn tími að vaxa í almennilegum potti, ekki kaffi/te-könnu/bolla/krús. Og það þó að það væri bíflugumyndir utan á. Það er eins gott að rósin veit ekki örlög seinasta íbúanda pottarins sem hún er í, megi það hvíla í friði.
Ég gerðist líka ofurdugleg í gær þegar ég setti dökkbláu gluggatjöldin bak við þessi grænu í herberginu mínu. Ég þurfti að kveikja á lampanum í morgun, svo vel tókst til! Það höfðu nefnilega borist nokkrar munnlegar sem og verklegar kvartanir um birtustigið í herberginu mínu.
Það sem ég þarf að gera núna er að finna upp sjálfvirkan yfirbreiðara á fuglabúrið. Þeir byrja nefnilega núna að tjá sig kl 6:30 og ég gleymi alltaf að setja ábreiðu yfir búrið á kvöldin.
Dugnaðurinn nær samt ekki lengra en áður upptalin verk, þvotturinn er ósamanbrotinn, gólfin ósópuð og ég var rétt að klára ofuruppvask sem hafði safnast saman á eldhúsbekknum eins og fyrir töfra. Aukin birta er ekkert að hjálpa til þarna. Merkilegt hvernig sólin nær að afhjúpa hvert rykkorn og hvern blett. Verð að muna þetta þegar sólarleysið verður mig lifandi að drepa í nóvember!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá hugs
11.4.2007 | 17:36
..."I Suggest You Take Me and Smash Me And Grind The Bits Into Fragments And Pound The Fragments Into Powder And Mill Them Again The The Finest Dust There Can Be, And I Believe You Will Not Find A Single Atom Of Life..."
"True! Let's do it!"
"However, In Order To Test This Fully, One Of You Must Vounteer To Undergo The Same Process"
There was silence...
(Terry Pratchett, 1996, Feet of Clay, bls 351)
Með þessum orðum mátaði leirmaðurinn Dorfl, Hughnon Ridcully, yfirprest Blinda-Io, í (ó)trúarlegum deilum þeirra um hvað sé að vera lifandi. Einhvern veginn voru Ridcully og félagar ekki tilbúnir í að láta mala sig mélinu smærra í þágu trúarlegrar sannfæringar sinnar. Enda vissu þeir alveg hver niðurstaðan hefði orðið.
Holl pæling þegar maður missir sig í að kryfja allt til mergjar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þekki hann!!
11.4.2007 | 13:59
Það er ekki á hverjum degi sem vinir manns (og samstarfsfélagar) eru fréttaefni á Mbl.is. Og þess þó heldur svona jákvæðar!
Allir sem þekkja manninn vita að hann er hetja, græn eða ekki. Þó er ekki verra að fá svona plagg um það, afhent af sendiherranum.
Til hamingju með viðurkenninguna, Chas gæji
Umhverfisstofnun fær viðurkenningu fyrir sjálfboðastarf í þjóðgörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara smá laugadagsblogg
7.4.2007 | 16:01
Sælnú!!
Ég og Magni erum í smá heimkíkki. Það var ýmislegt sem okkur vantaði uppfrá og svo er ágætt að rifja upp hvar maður á heima við og við.
Enda eru gaukarnir sáttir núna, búnir að fá að borða og allt. Svo hefur kólnað síðan við fórum niður Hverfi og það er eignlega skítakuldi hérna inni. Amk finnst gaukunum það og þeir húka eins og tvær litfagrar kúlur á prikinu sínu. Við erum búin að hækka hitann fyrir þá.
Ég ætlaði að vinna smá verkefni fyrir Álfhildi en gmail-inn er eitthvað þversum svo ég verð að gera það á eftir á úttlensku tölvuna hans Jorrit.
Annars er páskafríið búið að vera ljúft hingað til. Kvöldmatur og pottferð í Teignum á Skírdag, svo rólegheit, pottferð, ostakaka og hollenskur kvöldmatur í gær. Á eftir verður kvöldmatur í Teignum en ég hugsa að ég sleppi pottinum í þetta skiptið. Ég get ekki talað fyrir Magna Pagna samt (sem er að lesa það sem ég skrifa jafnóðum ).
Ahh
3.4.2007 | 19:46
Það var gott veður í dag. Ég náði meira að segja að labba landvarðarúnt í Dimmuborgum, þann fyrsta þetta árið! Svolítið blautt þó.
Líka var ótrúlega mikil umferð í gestastofunni, Frakkar, Englendingar, Bandaríkjamenn, Svíar og hópur sem ég grunaði um að vera frá Ísrael, miðað við spurningarnar.
En vegna þessa náði ég ekki að klára það sem ég ætlaði að klára í dag svo ég verð að kíkja niðureftir á morgun.
Núna liggur fyrir að skreppa aðeins í Jarðböðin enda spáir afturför í vorinu frá og með morgundeginum.
Og já:
Til hamingju með afmælið, Heiðar frændi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattur og fífl
28.3.2007 | 22:47
Ég skilaði skattframtalinu í dag. Ekki flókið mál en samt nóg til að þurfa smá frest (kannski bara af því að hann bauðst).
Ég fór líka niður á Húsavík í dag. Lærði smá um Breiðarfjarðaeyjar og fór á fund. Þar sem smá bið var á milli fræðslu og fundar gafst mér kærkomið tækifæri til að spássera um bæinn með Elke. Og við fundum nokkur fíflablöð sem höfðu náð að vaxa.
Annars var yndislegt veður og algerlega þörf á sólgleraugunum mínum.
Á leiðinni heim fékk ég smá te og kex hjá Jorrit, dáðist af nýju plástrunum hans og skegginu sem hefur tekið öll völd í andlitinu á honum.
Og svo toppuðum við Magni daginn með því að hræra í jarðaberjasjeik enda sýndi mælirinn í eldhúsinu 47,5 stiga hita (sennilega pínu bjartsýnn þar, svartur og beint í sólinni) þegar ég kom heim!
Sælgætisgrís
27.3.2007 | 21:33
Ég er eitthvað ómöguleg í dag. Veit ekki alveg hvað málið er. Kannski er ég að fá kvef eða helgin sitji ennþá í mér?
Sennilega hafa ómögulegheitin eitthvað að gera með hvar ég er í tíðahringnum því að "þessi-tími-mánaðarsins" er senn að renna upp. Allavega hef ég klárað allt súkkulaði í húsinu, (nema 70% súkkulaðið, enda tel ég það ekki til sælgætis, hugsanlega er það skyldast kaffi) og kvöldmaturinn var vægast sagt djúsí.
Vonandi gengur þessi sælgætis og lípíða hneigð yfir sem fyrst því þetta er ekki hollt að borða svona til langframa
Svo væri ég alveg til í að vera heldur hressari á morgun en í dag... tók vítamín í morgun en ég held að þau virki ekki þetta fljótt...amk ekki þessi gerð.
101
26.3.2007 | 20:28
Nú er kona komin aftur í sveitina eftir að hafa kíkt í sollinn fyrir sunnan. Reyndar hlustaði hún aðalega á sollinn því að gistihúsið sem hún fann sér var staðsett á "besta stað" í bænum. Það er algerlega fínt á daginn en mun verra á næturnar.
En fyrir utan það var ferðin alveg ágæt af minni hálfu.
Ja, ok, veðrið var kannski ekki alveg sú rjómablíða sem æskilegust hefði verið en allir sem mig skiptu máli komust leiðar sinnar nokkurn vegin klakklaust.
En fyrir utan fulla fólkið og veðrið var óskup gaman að þvælast hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið til að hitta vinnufélagana við þessar og hinar aðstæðurnar. Ég verð að viðurkenna að ferðafélaginn jók töluvert á skemmtanagildi ferðarinnar.
Svo tók vorið á móti okkur á Akureyraflugvelli í gærkvöldi. Sem var afskaplega gott þar sem það virtist hafa verið hálfgerð tilviljun að flugstjórinn hitti á flugvöllinn, svona frá sjónarhóli amatörana mín og Valdísar.
Jorrit var mun svalari, enda með menntunina til að meta aðstæður.
Til að renna frekari stoðum undir þetta með vorið tók ég í dag eftir líflegum andahóp sem stóð fyrir smávægilegum skæruhernaði innbyrðist, á vök á vatninu. Þegar ég var búin að sækja mér kíki gat ég sannfært mig um að þarna væru komnar nokkrar gulendur sem voru að leggja fyrstu drög að fjölgun gulandarkynsins næstkomandi sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)