Nezerilið mundað

Ég hef verið að rækta þetta fína kvef síðan á föstudag. Búin að bera mig ferlega illa og allt en ekki fengið eins ótakmarkaða samúð og ég hefði viljað. En samt smá aðeins. Wink

Komst þó að því að ég væri betur komin heima eftir hádegið en í vinnunni. Enda hef ég náð hellings árangri í að horfa á Cold Feet í dag. Sem er það eina skynsamlega sem hægt er að gera þegar nefið lekur svona og höfuðið virðist vera innpakkað í bómull. Sick

Ég plana að klára seríuna í kvöld og fara svo í háttinn og sofa í boði pektólin og Nezeril. Guði sé lof fyrir lyfjaiðnaðinn!!!

Atsjú!!


Jesss!!!!

Fékk sendinguna mína frá Frumskóginum í dag Grin

2 seríur Cold Feet og 1 af Northen Exposure!

Nú skal glápt!!

Btw: Helgin var afskaplega góð, svona heilt yfirlitið. Sniðugt fyrirbæri, þetta kærustuparadæmi. Mæli innilega með því, svona fyrir þannig þenkjandi fólk. Joyful


Punkteruð!

Úff!

Þrjár ferðir (gangandi nota bene) upp að Leirhnjúk plús allt annað er alveg nóg fyrir mig á einum degi!

Sem betur fer get ég tekið létt á húsverkunum í kvöld því það berast mótmæli úr hverjum kima líkamans þegar ég hreyfi mig.

En þetta er samt svo 1000x meira skemmtilegt en að hanga fyrir framan tölvuna allan daginn!

Og svo í næstu viku á ég von á sjálfboðaliðum og opnun Gamla Bæjar.

Semsagt sumarið færist enn nær Grin


Bakarameistarinn

Ég er búin að vera hellings myndaleg og skella í 2 kökur, dúnubrauð og kryddköku.

Þessi dugnaður hefur ekki farið áfallalaust fram í þetta skiptið. Var óvenjulega lík sjálfri mér í dag. Hefði átt að láta dúnubrauðið nægja.

Það var nú ekkert merkilegt að ég skildi brjóta eitt eggið nánast í mél ofan í skálina. Aðeins sérstök lagni mín kom í veg fyrir að kryddkakan yrði óvenju kalkrík í þetta skiptið.

Það var pínulítið áhugaverðara þegar ég ætlaði að bræða smjörið. Ég var rétt náði að taka eftir því að smjörið bráðnaði heldur hægt áður en ég fann skrítna lykt...

Svona lykt af bráðnu plasti og heitum pappír.... Woundering

Hmmm...

Skrítin lykt...

Varð litið á kökubók Hagkaups sem lá á stóru hellunni á eldavélinni (sannast enn og aftur hvað það er miður sniðug staðsetning í eldamennsku)...

Steig reykur upp af bókinni?

Jebb!! W00t

Þegar bókinni var bjargað svona létt steiktri kláraði ég að bræða smjörið í mjólkinni eins og stóð í textanum. Hellti blöndunni út í og hrærði í. Það voru smá kekkir í deginu svo ég náði í sleikju til að skafa degið frá skálinni og lyfti hrærivélarspaðanum upp úr skálinni.

Glöggt fólk getur séð að þarna vantar eitthvað í verkferilinn...

Það fattaði ég líka... mjög fljótt!!

Svona þegar þunnt degið slettist út um allt eldhús út af því að ég gleymdi að SLÖKKVA á vélinni!

Það var nú alveg kominn tími á að þrífa veggina en samt...

Hið ótrúlega er að ég náði að baka fjárans kökuna án þess að brenna hana við!

En hún datt í sundur þegar ég reyndi að ná henni út forminu Wink


Já, endilega!!

Ég sé þetta alveg fyrir mér...á Hallarflötinni kannski? W00t

Það væri kannski ráð fyrir ferðaþjónustumógúla sveitarinnar að bjóða þessum félögum í skoðunarferð?

Og telja þá á að gera frekar myndband...minni hætta á gróðurspjöllum. Police


mbl.is Dimmu Borgir vilja halda tónleika í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarteikn

Íslenskt vorveður er það sem gildir núna fyrir utan húsið mitt! Þaes 1-4 stiga hiti og hraglandi. Ég vona bara að veðurguðirnir missi sig ekki eins og þeir gerðu fyrir tæpu ári, ekki svo sællar minningar.

Þar sem afkvæmið eyddi helginni fyrir sunnan þurfti ég keyra í gegnum áðurnefnt vorveður á Akureyrarflugvöll. Jorrit var mér til samlætis (tók reyndar með sér bók en hvað um það).

Við sáum nokkur örugg merki um að sumarið er á næsta leyti hvað sem veðurguðirnir hamast.

Td var manneskja á fullu að hjóla upp Víkurskarðið, hjólið drekkhlaðið. Belgi eða Hollendingur sagði sérfræðingurinn. Hverjr aðrir eru það bilaðir (eða fatta hugsanlega ekki hvað þessar hæðarlínur á kortum af Íslandi merkja , þær eru jú sjaldséðar á belgiskum og hollenskum kortum) að fara hjólandi um landið í byrjun maí, ja eða yfirleitt?

Á leiðinni til baka sáum við tvö ho með mæðrum sínum. Ef það er ekki sumarboði þá veit ég ekki hvað!

Annars var fyndið að sjá farþeganna koma út úr vélinni á vellinum. Fyrst kom 1 maður og svo ultu út þvílíkur hellingur af krökkum, svona á aldrinum 6-11 ára. Flugfreyjan átti barasta fullt í fangi með að halda ungahópnum saman!

Kannski ættu helgarpabbar í Reykjavík sem eiga norðlensk börn að taka sig saman og leigja bara vél undir liðið? Eða gera sérsamning við flugfélagið? Þetta eru jú frekar léttir farþegar þó þeir þurfi sérstaka umsýslu svo þeir rati rétta leið.

 


Heit og löt

Ég talaði um blíðu seinast þegar ég bloggaði...

Það var nú ekkert miðað hvað kom svo dagana á eftir þegar hitametin féllu hvert um annað þvert.

Helgin fór mest í leti og sólböð. Náði að sólbrenna á efrivörinni...held ég... alla vega varð hún voðalega skrítin. Af hverju ég brann bara á efrivörinni má svo pæla í.

Letin og sólböðin voru iðkuð niðri í Hrísateig. Magni fílaði sig alveg afskaplega vel á nærbuxum einum saman. Hann náði að plata flesta í undalegt afbrigði af babinton þar sem bara var til einn spaði og flugan hefur mátt muna fífil sinn fegurri. En þrátt fyrir það náði hann að slá hana upp á þak. Ég vona að ég lendi ekki vandræðum þegar ég birti mynd af því þegar flugan var sótt.IMG_8549

Góða veðrið entist alveg þangað til í dag. Þeas hitinn, það er svosem ekkert vont veður bara kaldara. Við erum bara svo fljót að venjast því góða, það vorum við Steindi í búðinni sammála um þegar ég hryllti mig yfir kuldanum. En það kom nú haglél þegar ég hengdi út þvottinn áðan... sennilega til að refsa mér  fyrir að láta hann malla í vélinni síðan á mánudag Shocking

Svona fer þegar húsmæðin nær sér illa á strik og maður nennir nánast ekki heim til sín. Það er nefnilega bað á Hveravöllum Wink 

 


Sumar og sól

Það er búin að vera bongóblíða hjá mér, ja svona seinnipartinn. Það var reyndar þoka í morgun.

Ég notaði tækifærið og landvarðaðist aðeins og leit á frekar spennandi útsýnispall við einn hverinn við Námafjall í dag.

Hverir24.04.07 007

 

Það er merkilegt hvað nokkrir mánuðir af snjó og kulda getur hreinsað upp eftir átroðning sumarsins en staðurinn er nánast eins og nýr. Fann samt eitt vafasamt fótspor.

Eitt af því sem ég fann var hverahrúður með alveg ógurlega bláum og grænum lit. Tók mynd en hún nær litnum ekki alveg.

 


Afmælisdagar

Ég átti víst afmæli í gær. Frekar rólegur dagur en ég náði þó að baka köku og elda vöflur úr vöfludeiginu sem mamma og pabbi komu með sér í heimsókn.

Risinn minn stakk af til afalandsins snemma í gærmorgun en náði samt að óska mér til hamingju með daginn réttu megin við miðnættið. Hann var reyndar ekki fyrstur til þar sem Álfhildur þjófstartaði og sendi mér kveðju á 12 tímanum þann 21. Way to go, Álfhildur!!

Svo bíð ég spennt eftir að sjá hvað samviskubitið, sem maðurinn burðast með, færir mér Devil

Á föstudagskvöldið buðu mamma og pabbi dætrum sínum og viðhengjum í dýrindis kvöldmat að tilefni þess að amma hefði orðið áttræð. Það var 100% mæting svo að borðstofuborðið var teygt til hins ítrasta. Eftir ákaflega góðann humar, frábært lamb kom að bananaístertunni (sem var að mestu án banana). Þegar við, konur og börn, vorum búin að borða rúmlega yfir okkur tók við ís-átkeppni hjá karlmönnunum (eða svoleiðis leit það út fyrir utanaðkomandi). Doddi og pabbi gáfust fljótlega upp en eftir sátu Tryggvi og Jorrit vopnaðir skeiðum. Ég held að þeir hafi sæst á jafntefli þegar ístertan kláraðist en úff... Sick

Svo fengu keppendur vískí og koníak til að hita upp magann. Svona bonding-eitthvað örugglega.

Ég er SVO fegin að keppnisandinn náði bara til ístertunnar Shocking

 

 


Elva hermikráka

Ég sá að Tryggvi hefur tekið pólítískan áttavita sinn í dag. Sniðug og skemmtileg dægradvöl og ég gat ekki staðist freistinguna. Þetta er árangurinn:

Economic Left/Right: -6.88
Social Libertarian/Authoritarian: -4.87

Sem setur mig heldur til vestar (vinstrisinnaðri) og sunnar (frjálslyndari) en Ghandi. W00t

Fyrir tveimur árum var staðan svona:

Economic Left/Right: -4.50
Social Libertarian/Authoritarian: -5.54

Ég veit ekki hvað ég á að segja með þessa vinstri sveiflu hjá mér, er það dagsformið eða hefur það svona djúp áhrif að vinna hjá ríkinu? Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband